Nýtt á 123skóli

Sérnöfn og samnöfn

Einfalt og skemmtilegt verkefni þar sem nemendur skella sér í góðan göngutúr um leið og þeir finna sérnöfn, örnefni og samnöfn í umhverfinu.

Viðtal við bekkjarfélaga

Einfalt en vinsælt verkefni sem slær alltaf í gegn. Námsfélagar taka viðtal hvor við annan og kynna viðmælanda sinn fyrir bekknum. Hentar vel í upphafi skólaárs. Hægt er að nota þetta verkefni nokkrum sinnum með nýjum námsfélögum.

Furðufugl

Þetta verkefni hentar vel eftir lestur bókarinnar Furðufugl eftir Sjón.

Fjölskyldan mín

Nemandi á að teikna fjölskyldumynd og segja frá fjölskyldu sinni.

Verkefni við bækurnar um Óla og ömmu eftir Björk Bjarkadóttur

Nemandi á að teikna mynd af ömmu sinni og segja frá henni. Verkefnið hentar vel eftir lestur bóka um Óla og ömmuna hans.
Bækurnar eru Leyndarmálið hennar ömmu og Amma og þjófurinn á safninu eftir Björk Bjarkadóttur.

Hvað varð af steininum?

Verkefni eftir lestur bókarinnar Tár úr steini e. Sveinbjörn I Baldvinsson.

Nafnorð - Byrjendakennsla

Hvað eru nafnorð?

Hvernig byrjar saga? Góð ráð og kveikjur

Hvernig á ég að byrja söguna?
Spjöld til að kveikja hugmyndir og þjálfa nemendur í að byrja sögur á mismunandi hátt.
8 spjöld til kennslu, upprifjunar og stuðnings við sögugerð.
Amboð fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Litirnir

Lítil ávöl spjöld. 10 spjöld.
Gulur, rauður, grænn, blár, svartur, hvítur, fjólublár, brúnn, bleikur, appelsínugulur.
Mynd fylgir í viðeigandi lit.

Handspil

Handspil með áherslu á  tvö orð: og, ég.
Leiðbeiningar með spilinu eru á fyrsta blaði.
 
Byrja þarf á að klippa spilin út.  Þetta spil hefur verið vinsælt hjá nemendum og þjálfar þá í að þekkja  þessi tvö orð: ég, og.  Á spilunum eru þessi orð auk annarra orða sem eru lík þessum tveim orðum.  Þannig þjálfast nemendur í að þekkja orðin á skemmtilegan hátt.

Orðadominó

Orðadominó með orði og mynd.
Hvert spjald er með orði og mynd.  Byrja þarf á að klippa eins og línur segja til um.  Öllu ruglað saman og byrjað að spila.
Hvert spjal er með mynd og orði.  Á fyrsta spjaldi stendur byrja og við llið þess er orð.  Nemandi leggur spjaldið niður og finnur síðan spjald með mynd sem passaar við orðið . Á því spjaldi er mynd og orð. Nemandi finnur þá mynd sem passar við það orð.  Þannig heldur lengjan áfram þar til öll spjöldin eru búin. 
Auðvelt er að vera einn í þessu spili en meira gaman að hjálpast að.
Góð tilbreyting getur verið að hafa keppni milli hópa um að klára dóminóspilið.
 
Gott að plasta áður en klippt er.