Þemaverkefni

Búkolla - Þjóðsögur

Þjóðsagan um Búkollu. Fjögur verkefni ásamt kennsluáætlun og innlagnaræfingu.

4B Kardemommubærinn - Í húsi ræningjanna

Söngur ræningjanna úr Kardemommubænum e. Thorbjörn Egner. Fjögur verkefni auk kennsluáætlunar. 

Ólympíuleikar - VERKEFNAHEFTI - Yngri

Fróðleikur og verkefni um Ólympíuleikana. 
Lestextar, lesskilningur, þrautir, orðaleikir.

Ólympíuleikar - VERKEFNAHEFTI Eldri

Fróðleikur og verkefni um Ólympíuleikana. 
Lestextar, lesskilningsæfingar, ritun, orðarýni, upplýsingaöflun og grúsk.

 

Ég er kominn heim - Um lagið

Unnið með textann: Ég er kominn heim 
Fróðleikur á rafglærum, textarýni, lesskilningur, ritun og tjáning.

Af hverju ég? Verkefnasafn

HEIMASÍÐA HÖFUNDAR OG VERKEFNASAFN

Fjölbreyttur og skemmtilegur verkefnapakki í tengslum við bókina Af hverju ég? eftir rithöfundinn og grunnskólakennarann Hjalta Halldórsson. 
 
Bókin segir frá Agli, ungum dreng sem elst upp í Borgarnesi. Hann á ekki sjö dagana sæla þar sem hann á það til að lenda í vandræðum, eða veseni eins og hann kallar það sjálfur. Sjálfur vill hann þó meina að árekstrar hans við skólafélaga og fjölskyldumeðlimi séu alls ekki sér að kenna. Þvert á móti sé hann betur gefinn en flestir samferðamenn sínir en þrátt fyrir það lendir hann fyrir sakir óheppni sinnar og ósanngirni annarra í veseni.

 

Apollo 13

Af spjöldum mannkynssögunnar.

Fróðleikur, lesskilningur, ritun og endursögn og málfræði.
Texti um geimferjuna Apollo 13 ásamt lesskilningsverkefni og orðarýni.
Unnið með lýsingarorð.

 

Hægt að nálgast textann með stærra letri.

Íslenski fáninn og skjaldarmerkið

Litirnir í íslenska fánanum.
Landvættir og skjaldarmerkið.

Berlínarmúrinn

Af spjöldum mannkynssögunnar.

Fróðleikur, lesskilningur, ritun og textarýni og upplýsingaleit.
Texti um Berlínarmúrinn ásamt lesskilningsverkefni og orðarýni.

Hægt að hala niður texta með stærra letri.

Billie Jean King og bardagi kynjanna

Af spjöldum mannkynssögunnar.

Fróðleikur, lesskilningur, ritun og textarýni og upplýsingaleit.
Texti um tenniskempuna og baráttukonuna  Billie Jean King  ásamt lesskilningsverkefni og orðarýni.

Drakúla greifi - Verkefnapakki

Skemmtilegt heildstætt verkefni byggt á sögunni um greifann frá Transylvaniu, Drakúla.

Hér er að finna fimm verkefni ásamt kennsluhugmyndum og tillögum að ítarefni.
- Upplýsingaleit og lesskilningsæfing
- Stafsetningarþjáflun
- Ritunaræfing
-Talað og hlustað / leikþáttur
- Skriftaræfing

Hentar vel í hringekjuvinnu fyrir nemendur á miðstigi.

 

Lestur, hlustun, lesskilningur, upplýsingaleit, ritun, sköpun, bókmenntir.

Fiskar

Nemendur eiga að skrifa stutta ritgerð um fisktegund sem lifir í sjónum við Ísland.
Nemandi leitar upplýsinga, fyllir inn hugarkort, kynnir framgang verkefnis fyrir bekkjarfélögum og skrifar svo stutta ritgerð.
Í þessu heildstæða verkefni er tilvalið að nýta sér vefinn Fjaran og hafið http://www1.mms.is/hafid/index.php
 
Sjá einnig: Fuglar á Íslandi 
                    Spendýr 

Flateyjarbréfin - Verkefni

Heildstætt verkefni þar sem unnið er með bókina Flateyjarbréfin eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur. Rafglærur um Flatey, vinnubók og verkefnabanki.
MEIRA um höfundinn

Fuglar á Íslandi

Í þessu heildstæða verkefni er tilvalið að nýta sér Fuglavefinn á www.nams.is
Nemendur eiga að skrifa stutta greinargerð um fugla. Verkefninu fylgja nákvæmar leiðbeiningar fyrir nemendur um hvernig best er að bera sig að við slíka ritun, hugarkort, lesskilningsverkefni er tengist Fuglavefnum og Talað og hlustað verkefni. Námsmatkvarði fylgir.
 
Sjá líka: Spendýr
             Fiskar við Ísland

 

Greppikló

Hringekja og verkefni úr sögunni um Greppikló.

Ingólfur Arnarson Landnámsmaður

Heildstætt verkefni um fyrsta landnámsmann Íslands.
Verkefnin geta öll staðið ein og sér en eru einnig heppileg í hringekjuvinnu.
Verkefnasafnið samanstendur af:
* þriggja blaðsíðna lesskilningsverkefni
* léttri skriftaræfingu
* talað og hlustað þar sem nemandinn setur sig í spor landnámsmannsins
* verkefni þar sem nemandi skráir hjá sér aðalatriðin um Ingólf
 
 

Jóhanna af Örk

Stutt verkefnahefti um Jóhönnu af Örk, mærina frá Orleans.

Lestexti, spurningar, orðarýni, ritun og grúsk. Áhersla á sagnorð.