Amboð-Byrjendakennsla

100 algengustu orðin - Lítil spjöld

100 algengustu orð í íslensku á einum stað. 
Lítil spjöld sem tilvalið er að klippa niður og nýta með nemendum.

100 algengustu orðin - Stór spjöld

100 algengustu orð í íslenskri tungu.
Stór spjöld (A5)

100 algengustu orðin á rafglærum - Kórlestur

100 algengustu orðin rúlla á skjá.(rafglærur)
Nemendur reyna að vera fljótir að lesa og hafa gaman af. Tilvalið að vinna með bekknum í heild og nota kórlestur.

Árstíðir

Árstíðirnar sumar, haust, vetur, vor á einu A4 blaði.

Árstíðirnar

Árstíðirnar haust, vetur, vor, sumar á litlum fallegum spjöldum.
Upplagt að plasta og hafa sýnilegt á vegg.

Þ eða ð

Amboð með stöfunum þ og ð þar sem sagt er hvar þeir eiga að standa í orði.

Breiðir sérhljóðar og tvíhljóð

Átta spjöld í stærðinni A4.

Dagatal fyrir byrjendur

Grunnur sem gott er að plasta og hengja upp.
Mánuðir, vikudagar, mánaðadagar og ártal á litlum spjöldum er klippt til og plastað.
Tilvalið að byrja skóladaginn á að setja upp dagatalið.
 
Grunnur
Miðar með tölum 1 - 31.
Dagar / Mánuðir
Ártöl - árin 2021 að 2032

Fjórar grunnreglur í skólastofunni

Fjórar mikilvægar grunnreglur fyrir nemendur.
Höfum hendur og fætur hjá okkur, notum inniröddina, virðum vinnusvæði annarra og förum eftir fyrirmælum.
Fjögur spjöld A4. Tilvalið að plasta og hafa sýnilegt í kennslurýminu.

Formin

 Formin: Ferningur, hringur, þríhyrningur, ferhyrningar; tígull, trapisa, fimmhyrningur, sexhyrningur og átthyrningur.

Góður hlustandi - H'áin fjögur

Einfaldar leiðbeininar fyrir hlustendur.
Horfðu! Hlustaðu! Hugsaðu og hafðu hendur og fætur hjá þér   - H'áin fjögur

Höldum vinnufrið / Réttum upp hönd

 Góðar áminningar. Tvö spjöld A4
Vinnufriður / Réttu upp hönd