Ritun

Örsögur

 Örsögur eru skemmtilegt ritunarform. Hér eru sjö tegundir af örsögugrunnum; Drekar, draugar, útivist og íþróttir, goðverur, skrímsli og vampírur og skátalíf. Eitthvað við allra hæfi. :)

Álfar og huldufólk

Ritunarverkefni sem hentar vel þegar unnið er með þjóðsögur. Nemandi hefur val um þrjú verkefni; endursögn, frásögn eða umfjöllun á fræðilegum nótum. Matskvarði fylgir verkefninu.

Þín sögupersóna

Einstaklingsverkefni, þar sem nemandinn skapar sína eigin sögupersónu, skráir niður og flytur fyrir bekkinn sinn.

Form fyrir myndasögugerð

A4 form (6 rammar)  fyrir myndasögur. Titilblað og annað án titils.

Persónusköpun - Sögugerð

Gott hjálpartæki fyrir nemendur sem eru að skipuleggja ritun og skapa persónur.

Persónusköpun - Sögugerð - fyrir byrjendur

Tvö blöð til að fylla út fyrir persónusköpun.

Smásögugrind - Sögugerð

Gott hjálpartæki fyrir nemendur sem eru að skipuleggja ritun og læra að byggja upp sögu.

Stílbrögð - sögugerð

11 A4 spjöld  þar sem einkenni nokkurra stílbragða í sögugerð eru útlistuð. 
Ævintýri og spennusögur, furðusögur, þjóðsögur, vísindaskáldsögur og frásögn.
 

Stílbrogd - ýmsir textar

13 A4 spjöld.
Leiðbeiningar, greinargerð, rökfærsla, útskýringar, sannfærandi ritun, málshættir og orðtök.

Teningaritun

Allt sem þarf í þessa ritunarkveikju er teningur og ímyndunarafl.
Söguna má svo spinna í tölvu, á blað eða munnlega. 
Skemmtilegt og einfalt verkefni sem vekur ávallt lukku og kveikir á ímyndunaraflinu!