Skipulag

Fjórar grunnreglur í skólastofunni

Fjórar mikilvægar grunnreglur fyrir nemendur.
Höfum hendur og fætur hjá okkur, notum inniröddina, virðum vinnusvæði annarra og förum eftir fyrirmælum.
Fjögur spjöld A4. Tilvalið að plasta og hafa sýnilegt í kennslurýminu.

Gullmiðar

Hrósmiðar sem gott er að grípa til að minnsta tilefni. 
eða 
Gullmiði til samnemenda.
Nemendur fylgjast með góðri hegðun og framkomu samnemenda sinna og skrá það sem þeir verða vitni að á gullmiða.  Miðinn er settur í box, merktur með nafni þess sem skrifar miðann.
Kennari les svo gullmiðana, en aðeins þá sem eru merktir. Sá sem fær gullmiðann fær að eiga hann.

Höfuðáttirnar fjórar

Höfuðáttirnar fjórar - NORÐUR - AUSTUR - SUÐUR og VESTUR

Heimilisfræði - Leifturspjöld / sjónrænt skipulag

Leifturspjöld (Flashcards), merkimiðar og yfirlit yfir skammstafanir.

Litirnir

Lítil ávöl spjöld. 10 spjöld.
Gulur, rauður, grænn, blár, svartur, hvítur, fjólublár, brúnn, bleikur, appelsínugulur.
Mynd fylgir í viðeigandi lit.

Myndræn námsáætlun - yfirlit yfir árið

Markmið vetrarins í öllum fögum skýr og aðgengileg nemendum og foreldrum þeirra. Stutta útgáfan af Aðalnámskrá! :)
Helstu námsþættir /markmið skólaársins listuð upp. Upplagt að hengja upp í stofu eða jafnvel senda heim til foreldra að hausti.

Ný lestrarbók

Fyrir þá sem láta nemendur sína bera ábyrgð á því að fá nýja lestrarbók.
Spjöld um það bil í stærðinni A5.
Spjöldin er hægt að nota til þess til dæmis að merkja box þar sem nemendur setja bók sem þeir hafa lokið við og óska þar af leiðandi eftir nýrri.

Reglur í röðinni

Reglur til að styðjast við þegar nemendum er kennt að standa í röð.
1 spjald í stærðinni A4.

RISASTAFIR - Stafrófið

Hástafirnir í  öllum regnbogans litum.
Tvær stærðir  A4 og A5
Til skreytinga og skemmtunar.

Sjónrænt skipulag - Grunnskóli / stundatafla

Sjónræn stundatafla fyrir alla aldurshópa.
PDF skjal með fjölmörgum námsgreinum.
Auðir reitir fylgja.
(PDF skjal: viðauki 1)

Sjónrænt skipulag - Grunnskóli / stundatafla

Sjónræn stundatafla fyrir alla aldurshópa.
Stærð miða 6x19 cm.

Sjónrænt skipulag - Grunnskóli / stundatafla

Myndræn framsetning á verkefnum dagsins getur létt mörgum nemandanum lífið og  lífgað upp á kennslustofuna. Stærð: Tvö spjöld á A4 -  Landscape. Gott að plasta og endurnýta.
Auk spjalda fyrir allar námsgreinar fylgir skjal með tímasetningum. Hægt er að breyta texta í því skjali.

Sjónrænt skipulag - Grunnskóli / stundatafla - Leifturspjöld (FlashCards)

Myndræn stundatafla á litlum spjöldum. (FlashCards)
PDF skjal með fjölmörgum námsgreinum.
Auðir reitir fylgja.