Þemaverkefni - eldri

Ólympíuleikar - VERKEFNAHEFTI Eldri

Fróðleikur og verkefni um Ólympíuleikana. 
Lestextar, lesskilningsæfingar, ritun, orðarýni, upplýsingaöflun og grúsk.

 

Ég er kominn heim - Um lagið

Unnið með textann: Ég er kominn heim 
Fróðleikur á rafglærum, textarýni, lesskilningur, ritun og tjáning.

Af hverju ég? Verkefnasafn

HEIMASÍÐA HÖFUNDAR OG VERKEFNASAFN

Fjölbreyttur og skemmtilegur verkefnapakki í tengslum við bókina Af hverju ég? eftir rithöfundinn og grunnskólakennarann Hjalta Halldórsson. 
 
Bókin segir frá Agli, ungum dreng sem elst upp í Borgarnesi. Hann á ekki sjö dagana sæla þar sem hann á það til að lenda í vandræðum, eða veseni eins og hann kallar það sjálfur. Sjálfur vill hann þó meina að árekstrar hans við skólafélaga og fjölskyldumeðlimi séu alls ekki sér að kenna. Þvert á móti sé hann betur gefinn en flestir samferðamenn sínir en þrátt fyrir það lendir hann fyrir sakir óheppni sinnar og ósanngirni annarra í veseni.

 

Apollo 13

Af spjöldum mannkynssögunnar.

Fróðleikur, lesskilningur, ritun og endursögn og málfræði.
Texti um geimferjuna Apollo 13 ásamt lesskilningsverkefni og orðarýni.
Unnið með lýsingarorð.

 

Hægt að nálgast textann með stærra letri.

Berlínarmúrinn

Af spjöldum mannkynssögunnar.

Fróðleikur, lesskilningur, ritun og textarýni og upplýsingaleit.
Texti um Berlínarmúrinn ásamt lesskilningsverkefni og orðarýni.

Hægt að hala niður texta með stærra letri.

Billie Jean King og bardagi kynjanna

Af spjöldum mannkynssögunnar.

Fróðleikur, lesskilningur, ritun og textarýni og upplýsingaleit.
Texti um tenniskempuna og baráttukonuna  Billie Jean King  ásamt lesskilningsverkefni og orðarýni.

Drakúla greifi - Verkefnapakki

Skemmtilegt heildstætt verkefni byggt á sögunni um greifann frá Transylvaniu, Drakúla.

Hér er að finna fimm verkefni ásamt kennsluhugmyndum og tillögum að ítarefni.
- Upplýsingaleit og lesskilningsæfing
- Stafsetningarþjáflun
- Ritunaræfing
-Talað og hlustað / leikþáttur
- Skriftaræfing

Hentar vel í hringekjuvinnu fyrir nemendur á miðstigi.

 

Lestur, hlustun, lesskilningur, upplýsingaleit, ritun, sköpun, bókmenntir.

Fiskar

Nemendur eiga að skrifa stutta ritgerð um fisktegund sem lifir í sjónum við Ísland.
Nemandi leitar upplýsinga, fyllir inn hugarkort, kynnir framgang verkefnis fyrir bekkjarfélögum og skrifar svo stutta ritgerð.
Í þessu heildstæða verkefni er tilvalið að nýta sér vefinn Fjaran og hafið http://www1.mms.is/hafid/index.php
 
Sjá einnig: Fuglar á Íslandi 
                    Spendýr 

Flateyjarbréfin - Verkefni

Heildstætt verkefni þar sem unnið er með bókina Flateyjarbréfin eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur. Rafglærur um Flatey, vinnubók og verkefnabanki.
MEIRA um höfundinn

Fuglar á Íslandi

Í þessu heildstæða verkefni er tilvalið að nýta sér Fuglavefinn á www.nams.is
Nemendur eiga að skrifa stutta greinargerð um fugla. Verkefninu fylgja nákvæmar leiðbeiningar fyrir nemendur um hvernig best er að bera sig að við slíka ritun, hugarkort, lesskilningsverkefni er tengist Fuglavefnum og Talað og hlustað verkefni. Námsmatkvarði fylgir.
 
Sjá líka: Spendýr
             Fiskar við Ísland

 

Jóhanna af Örk

Stutt verkefnahefti um Jóhönnu af Örk, mærina frá Orleans.

Lestexti, spurningar, orðarýni, ritun og grúsk. Áhersla á sagnorð.

John Lennon - Heildstætt verkefni Imagine og Friðarsúlan í Viðey

Heildstætt verkefni ásamt rafglærum. (PPT). Viðfangsefnið er tónlistarmaðurinn John Lennon; Bítlarnir, sólóferill og tilkoma útilistaverksins Friðarsúlunnar í Viðey. Verkefnin þjálfa lesskilning, upplýsingaleit, stafsetningu, greinarmerkjasetningu, fyrirmyndarmálsgreinar auk þess sem nemendur geta spreytt sig á að þýða textann við lagið Imagine yfir á íslensku. Rafglærur og lausnir fylgja.

JUSTIN BIEBER - Allt sem þú þarft að vita um kappann og meira til

Justin Bieber heldur tónleika á Íslandi í byrjun september 2016. Hann er ungur að árum en hefur þó verið lengi í bransanum og náð ótrúlegum árangri. En það er óhætt að segja að skiptar skoðanir séu um kappann.

Hér er á ferðinni heildstætt verkefni með áherslu á lestur og skilning, framsögn og tjáningu, skoðanaskipti, ritun og sköpun.
Nemendur lesa sér til um Bieber, grúska á netinu í leit að ítarupplýsingum, lesa milli lína, tjá skoðanir sínar og hlusta á tónlist svo eitthvað sé nefnt.

Góða skemmtun!

Kleópatra

Af spjöldum mannkynssögunnar.

Fróðleikur, lesskilningur, ritun og endursögn og málfræði.
Texti um Kleópötru, drottningu Egypta ásamt lesskilningsverkefni og orðarýni.
Unnið með nafnorð (sérnöfn, samnöfn, fallbeyging, kyn og tala)
Krossgáta.

Hægt að nálgast textann með stærra letri.

Kvikmyndarýni - Astrópía

Lestur, lesskilningur, myndlæsi, málfræði, orðaforði, ritun og framsögn / tjáning.
Unnið með kvikmyndina Astrópía.

Kvikmyndarýni - Star Wars

Star Wars æði hefur gripið um sig að nýju. Það er því tilvalið að skoða aðeins sögu þessarar gríðarvinsælu kvikmyndaseríu. Heildstætt verkefni með fróðleik um myndirnar og handritshöfundinn í bland við smá lesskilning, málfræðigrúsk og ritun.

Landafræði Íslands - vinnubók

Landafræði Íslands - verkefnahefti. Fjölbreytt ritunarverkefni er reyna á sjálfstæð vinnubrögð, upplýsingaleit og grúsk.  Nemendur skoða heimabyggð, segja frá uppáhalds staðnum sínum, skoða uppruna sinn, skipuleggja skoðunarferðir fyrir ferðamenn, gera ritgerð og halda kynningu svo eitthvað sé nefnt. Frábær verkefnapakki eftir reyndan grunnskólakennara - verkefni sem vakið hafa lukku meðal nemenda. :)

 

Heimabyggð, landshlutar, Vesturland, Vestfirðir, Norðurland, Austurland, Austfirðir, Suðurland, Suðurnes, hálendi.

Marie Curie

Af spjöldum mannkynssögunnar.
Fróðleikur, lesskilningur, orðarýni.i.
Texti um vísindamanninn Marie Curie ásamt lesskilningsverkefni og orðarýni.
Unnið með lýsingarorð.

 

Hægt að nálgast textann með stærra letri.