Námsspil - íslenska

100 algengustu orðin - Lítil spjöld

100 algengustu orð í íslensku á einum stað. 
Lítil spjöld sem tilvalið er að klippa niður og nýta með nemendum.

100 algengustu orðin - Stór spjöld

100 algengustu orð í íslenskri tungu.
Stór spjöld (A5)

Andheiti

Fjöldi andheita á litlum spjöldum
Notkunarmöguleikar:
1)Nemendur fá blað í stærðfinni A5 og skipta því í tvennt og teikna andheitin sitthvoru megin á blaðið.
 
2) Spjöldin eru lögð á hvolf á borð. Nemandi dregur spjald, les upp annað andheitið. Spilafélagi giskar á hitt andheitið á spjaldinu. Ef hann giskar rétt fær hann spjaldið. Nemendur skiptast á að draga og giska.
 

Bingó með rími

Bingó með rími.  Nemendur lesa orð og finna mynd sem rímar við orðið.
Fjögur spjöd með myndum sem nemendur hafa.  Fjögur spjöld með orðum sem eru klippt út. Nemendur rugla orðunum og skiptast á að draga.  Sá nemandi sem fyllir fyrst spjald vinnur.
Það má einnig snúa þessu við og hafa orðaspjöldin sem borðspjöld og klippa út myndir og nota til að setja á spjöldin.
 
Stærð spjaldanna er A4.

Borðspjöl fyrir stafaspil

Níu stafaspjöld fyrir stafaspil.
Spjöldin fylgja innlögn í samræmi við Heimalestur Omma.  Auðvelt að nota sem stafaspil þar sem nemendur hafa myndir og leggja á þann staf sem orðið byrjar á. 
 
Spjöldin eru í A4 sem er frekar lítil spjöld sérstaklega þegar margir stafir eru á spjaldi.  Með því að prenta þetta út í A3 þá nýtast spöldin enn betur.  Spjöldin eru í lit þar sem sérhljóðar eru rauðir og samhljóðar grænir.  Auðvitað er einnig hægt að haf þetta í svart hvítu.
 
Mæli með stærð A3 sem er sett á karton og plastað.

Dóminó með andheitum

Dóminó með andheitum.
Hvert spjald er með tveimur orðum svörtu og rauðu.
Byrja þarf á að klippa út spilið og rugla spjöldunum.  Hver spjal er með tveimur orðum og nemendur eiga að raða þessu saman.  Á fyrst spili stendur byrja og er með fyrsta orðinu. Nemndur eiga að finna andheiti þess orðs og setja við spjaldið.  Á því spjaldi stendur andheitið sem passar og orð sem á að finna næsta andheiti við.  Nemendur halda þannig áfram þar til öll spjöldin eru búin.
Hægt er að vera einn með spilið eða hjálpast að.
 
Gott að plasta áður en klippt er.

Dóminó með samheitum

Dóminó með samheitum.  Hvert spjald er með tveim orðum.
Byrja þarf á að klippa út spilið og rugla spjöldunum. 
Á fyrsta spjaldi stendur byrja og síðan orð.  Nemandi á að finna samheiti þess orðs og leggja við spjaldið.  Þannig gengur spilið þar til öll spjöldin eru búin.
Hægt er að vera einn með spilið eða hjálpast að.
 
Gott að plasta áður en klippt er.

Dominó með sagnorðum

Dominó með sagnorðum.  Hvert spjald er með mynd og orði.
Byrja þarf á að klippa út spilið og rugla spjöldunum.  Hver spjal er með mynd og orði og nemendur eiga að raða þessu saman.  Á fyrst spili stendur byrja og er með mynd.  Nemendur eiga að finna orðið sem passar við myndina og leggja við fyrsta spjaldið.  Þriðja spjald er með orði sem passar við mynd á spjaldi tvö.  Þannig gengur þetta þar til öll spjöldin eru búin.
Hægt er að vera einn með spilið eða hjálpast að.
 
Gott að plasta áður en klippt er.

Fallorðaspilið

Orðum í aðalfalli er skipt jafnt á milli nemenda. (Gott að ljósrita nefnifallið á litað blað.)  Því næst er spilaður veiðimaður með aukaföllin. Spjöldunum er dreift um borðið á hvolfi.
 
Hver leikmaður dregur fjögur spjöld í einu. Ef þau passa við orðin sem hann hefur á hendi heldur hann í þau en skilar til baka  þeim sem hann hefur ekki not fyrir. Svona gengur spilið hringinn.
 
Þegar leikmaður hefur safnað öllum föllunum fjórum þarf hann að raða þeim í rétta röð fyrir framan sig. Þá telur sem einn slagur. Sá sem nær flestum slögum þegar spilatíma lýkur hefur sigrað.
Skemmtilegt og einfalt spil sem þjálfar nemendur í fallbeygingu.

Handspil

Handspil með áherslu á  tvö orð: og, ég.
Leiðbeiningar með spilinu eru á fyrsta blaði.
 
Byrja þarf á að klippa spilin út.  Þetta spil hefur verið vinsælt hjá nemendum og þjálfar þá í að þekkja  þessi tvö orð: ég, og.  Á spilunum eru þessi orð auk annarra orða sem eru lík þessum tveim orðum.  Þannig þjálfast nemendur í að þekkja orðin á skemmtilegan hátt.

Hreyfigátuleikur - Nafnorð

Fjörugur hreyfigátuleikur fyrir 2 - 8 þátttakendur sem reynir á þekkingu leikmanna á nafnorðum; sérnöfnum samnöfnum, kyni og tölu. Leiðbeiningar fylgja.

Málshátta dominó.

Spil fyrir lengra komna.
29 algengir málshættir til að raða saman. Fyrrihluti og seinnihluti.
Ef útbúa á fleiri en eitt sett af spilinu er gott að ljósrita eintökin í sitthvorum litnu svo að spjöldin ruglist ekki saman.
Spilið verður eigulegra ef það er plastað.
Klippa spjöldin í sundur og byrja að spila.

Málshátta samstæðuspil

Í skjalinu sem er 4 A4 blöð eru 24 algengir málshættir. Hver málsháttur er í litlum ramma.
Ekki er  nauðsynlegt að nota alla málshættina í einu.
Skemmtilegt er að lljósrita á lituð blöð eins ef búa á til fleiri en eitt sett er upplagt að hafa hvert sett í sínum lit.. Best er að hafa blöðin í dökkum lit til þess að stafirnir sjáist ekki í gegn.
Spjjöldin verða mun eigulegri ef þau eru plöstuð.
Notkunarmöguleikar:
Samstæðuspil.
Ljósritið tvö eintök af hverjum málshætti. Hafið blöðin í sama lit.
Stokkið spjöldin og leggið þau á hvolf á sléttan flöt (gólf / borð).
Nemendur skiptast á að draga og reyna að fá samstæðu.
Veiðimaður
Ljósritið fjögur eintök af hverjum málshættir. Hafið blöðin í sama lit.
Ef allir málshættirnir eru notaðir eru þeir lagðir á hvolf á sléttan flöt (gólf / borð). Hver nemandi dregur
4 spjöld til að byrja með á hendi. Nemendur skiptast á að spyrja hvor annan um málshátt sem spyrjandinn er með á hendi. Ef mótspilari á málshattinn gefur hann spyrjandanum spjaldið annars fær spyrjandinn að veiða. 
Það þarf fjóra eins til að fá slag.
Ef notaðir eru færri málshættir draga nemendur 2 eða 3 spil í byrj
Spil sem er mjög hentugt fyrir unga nemendur og þá sem eru að byrja að læra um málshætti.
 

Myndarím

Nemendur spila veiðimann. Para saman myndir sem eiga það sameiginlegt að orðin ríma.

SJÁ EINNIG: Orðarím - spil

Myndir fyrir stafaspil

Myndir fyrir stafaspil.  Oftast eru fjórar myndir fyrir hvern staf. 
Upplagt að nota með stafaspjöldunum. Klippa þarf út myndirnar fyrir notkun.  Gott að plasta áður.
Til að nota með stafaspjöldum er einnig hægt að láta nemendur safna myndum og líma á spjöld til að nota.
 

ng og nk orð

Fjöldi ng og nk orða á spjöldum. Tvö spjöld af hverju orði og eitt spjald með orðinu rituðu með breiðum sérhljóða.
Notkunarmöguleikar:
Samstæðuspil.
Spjöldin lögð á hvolf á borðið. Nemendur spila 2 eða 3 saman og skiptast á að draga tvö spjöld og reyna að fá samstæðu. Gæta þarf að því að orðin séu bæði skrifuð með grönnum sérhljóða á undan ng og nk.

Orðabingó með áherslu á b og d

Orðabingó þar sem nemendur þjálfast í að lesa orð sem byrja á b eða d.
Fjögur spjöld með myndum sem þeir sem spila nota.  Fjögur spjöld  sem þarf að klippa.  Gott að plasta áður en klippt er. 
Spilið er fyrir fjóra en einnig geta tveir og tveir hjálpast að.  Nemendur draga orð og lesa. Ef mynd á spjaldi þeirra passar við orðið þá setja þeir orðið á myndina.  Sá nemandi sem fyllir fyrst sitt spjald vinnur.
Öll orð byrja á b eða d.
 
Spjöldin eru í stærð A4.