Málshátta samstæðuspil

Í skjalinu sem er 4 A4 blöð eru 24 algengir málshættir. Hver málsháttur er í litlum ramma.
Ekki er  nauðsynlegt að nota alla málshættina í einu.
Skemmtilegt er að lljósrita á lituð blöð eins ef búa á til fleiri en eitt sett er upplagt að hafa hvert sett í sínum lit.. Best er að hafa blöðin í dökkum lit til þess að stafirnir sjáist ekki í gegn.
Spjjöldin verða mun eigulegri ef þau eru plöstuð.
Notkunarmöguleikar:
Samstæðuspil.
Ljósritið tvö eintök af hverjum málshætti. Hafið blöðin í sama lit.
Stokkið spjöldin og leggið þau á hvolf á sléttan flöt (gólf / borð).
Nemendur skiptast á að draga og reyna að fá samstæðu.
Veiðimaður
Ljósritið fjögur eintök af hverjum málshættir. Hafið blöðin í sama lit.
Ef allir málshættirnir eru notaðir eru þeir lagðir á hvolf á sléttan flöt (gólf / borð). Hver nemandi dregur
4 spjöld til að byrja með á hendi. Nemendur skiptast á að spyrja hvor annan um málshátt sem spyrjandinn er með á hendi. Ef mótspilari á málshattinn gefur hann spyrjandanum spjaldið annars fær spyrjandinn að veiða. 
Það þarf fjóra eins til að fá slag.
Ef notaðir eru færri málshættir draga nemendur 2 eða 3 spil í byrj
Spil sem er mjög hentugt fyrir unga nemendur og þá sem eru að byrja að læra um málshætti.
 

un.