Kennslurýmið

10 léttar lífsreglur fyrir námsfólk - Hvatningaspjöld

Tíu góðar reglur sem allir ættu að temja sér.

11 spjöld - Stærð: A4
 

3 stjörnur og ósk - Frammistöðumat

Þrjár stjörnur og ósk.
Hrósað fyrir þrennt og ósk um að bæta eða gera betur næst.

Að kynna sig fyrir nýja kennaranum

Einfalt en stórsniðugt eyðublað sem er tilvalið að leggja fyrir nemendur þegar maður tekur við nýjum bekk. Frábær leið til að kynnast nýjum nemendum á fljótlegan hátt.

Áætlun - skráningarform

Nemendur áætla sjálfir verkefni fyrir vikuna og skrá námsframvindu. Kennari metur vinnu nemanda í lokin. Sex línur/verkefni.
Word skjal

Árstíðir

Árstíðirnar sumar, haust, vetur, vor á einu A4 blaði.

Árstíðirnar

Árstíðirnar haust, vetur, vor, sumar á litlum fallegum spjöldum.
Upplagt að plasta og hafa sýnilegt á vegg.

Íslenska stafrófið

Íslenska stafrófið á einu A4 blaði.

Bekkjarþrautin og Stjörnuverkefnið

Fyrirsagnir:
Bekkjarþrautin -  tilvalið að stækka og hengja upp krossgátu, sudoku, orðarugl, stærðfræðiþraut eða hvaðeina sem fær nemendur til að vinna saman að lausninni. Ein á viku / ein á dag.

Stjörnuverkefni: Verk nemenda sem eiga sérstakt hrós skilið gerð sýnileg. Vísa veginn, hvetja til árangurs og kveikja hugmyndir. Hefur gefið góða raun hjá þeim er hafa nýtt sér.

 

Bekkjarreglur

 Form fyrir bekkjarreglur. Hægt að skrifa inn í skjalið.

Bekkjarreglur - Með og án texta

Tvö skjöl
Bekkjarreglur_1 - með 6 góðum gildum fyrir námsfólk.
Bekkjarreglur_1_Blank - Settu inn þinn eigin texta.