Lestrarbækur - vegvísir

Við bjóðum notendum okkar upp á fjöldan allan af lestrarbókum.Bækurnar henta vel til stafainnlagnar og þjálfunar fyrir byrjendur í lestri.

Bækurnar eru:

  • útprentanlegar
  • hægt að lesa sem PDF skjal í tölvum, ipad og android spjaldtölvum, símum og snjalltækjum
  • rafbækur – Lestrarbækur Omma og Rebba

OMMI 1 - 12

Ommi 1 – 12 telur 60 lestrarbækur fyrir byrjendakennslu. 

Hvert númer hefur að geyma 4 – 8 bækur.

Í bókaröð númer 1 er áhersla á 3 stafi og tvö orð. 

Stafir og orð bætast stigvaxandi við er ofar dregur í bókaröðinni.

OMMI lestrarbækurnar eru upplagðar í byrjendakennsu, stafakennslu og til upprifjunar.

Bækurnar eru hér í stærð A4 en gott er að ljósrita þær í stærð A5, bókaformi.


REBBI 1 - 10

Léttlestrarbók með einföldum setningum til lestrarþjálfunar fyrir byrjendur í lestri.

Bók með stórum stöfum og fáum setningum á hverri síðu.

Góð bók fyrir byrjendur í lestri og þá sem þurfa aukna þjálfun í lestri.

Bækurnar eru hér í stærð A4 en gott er að ljósrita þær í stærð A5, bókaformi.


LESTRARBÆKUR ORMS

Lestrarbækur Orms eru góðar fyrir þá sem þurfa enn frekari æfingu við byrjum lestrarnáms.

Stuttar málsgreinar með einföldum orðum.

Bækurnar eru í stærð A4 en gott er að ljósrita þær í stærð A5, bókaformi.


LESTRARBÆKUR DÝRANNA

Bibbu, Bínu, Sáms, Leós, Kára, Hjálmars, Jóu, Hönnu, Geira, Brands, Kátur, Skúla, Rósu, Pésa, Nínu, Lása, Gógóar, Daða, Mýslu, Hróa, Fífíar, Dúdda, Bibba og Tanna.

Lestrarbækur DÝRANNA eru 24 bækur.

Í bókunum er áhersla á ákveðna stafi, sérhljóðasambönd eða tvíhljóða. Stuttar setningar.

Góðar bækur fyrir þá sem þurfa upprifjun á ákveðnum stöfum og aukna lestrarþjálfun.

Bækurnar eru í stærð A4 en gott er að ljósrita þær í stærð A5, bókaformi.


DREKI LES

Dreki les eru léttlestrarbækur þar sem áherslan er á ákveðinn staf.

Texti í söguformi.

Bækurnar eru hér í stærð A4 en gott er að ljósrita þær í stærð A5, bókaformi.


SAMMI OG FÉLAGAR

Lestrarbækurnar um Samma og félaga eru góðar bækur til lestrarþjálfunar.

Skemmtilegar sögur, fallegar myndir og stuttar setningar.

Bækurnar eru í stærð A4 en gott er að ljósrita þær í stærð A5, bókaformi.