Spilið gengur út á að finna seinnipart sem passar við fyrripart sem nemandi hefur dregið sér þannig að úr verði samsett orð.
Sá vinnur spilið sem fyrstur er að fylla alla reitina fyrir seinnipartinn á spilaborðinu sínu.
2 - 4 nemendur spila saman.
Hver þeirra fær eitt spilaborð. Gott er að plasta spilaborðin þá verða þau eigulegri.
Spilarar draga sér allir einn fyrripart og setja hann á sinn stað á spilaborðið.
Seinnipartarnir eru settir á hvolf á borðið og skiptast nemendur á að draga og finna út hvort hann passi við fyrripartinn svo úr verði samsett orð.
Gott er að ljósrita orðaspjöldin á litaðan pappír svo ekki sjáist í gegnum þau þegar þau hafa verið lögð á hvolf á borðið. Orðaspjöldin verða líka eigulegri ef þau eru plöstuð.