Sagnorðahreyfispil (Actionary)

Skemmtilegt spil í anda Actionary. 
Spilið hentar jafnt fámennum og fjölmennum nemendahópum.
 
Einföld útgáfa: Nemendi dregur spjald og leikur sagnorðið á spjaldinu. Sá sem giskar á rétta sögn og getur farið rétt með hana í nafnhætti, nútíð og þátíð, fær að leika næst.
 
Einnig er hægt að skipta hópnum í lið og hvert lið fær úthlutað jafn mörgum spjöldum. (Útsvarsleikurinn) Liðin velja sér svo leikara sem fær fyrirfram ákveðinn tíma til að leika sagnirnar, t.d. 3 mínútur. Annað liðið leikur í einu. Það lið sem nær flestum sögunum rétt, vinnur. Til að flækja leikinn enn frekar er hægt að leyfa því liði sem ekki er að spila að giska líka og reyna þannig að stela svörum.