Hvíldarspjöld

Gott að hafa í handraðanum þegar krefjandi verkefni virðast ætla að bera nemendur ofurliði.
Þessi spjöld hafa gefist vel í námsmaraþoni eða löngum vinnulotum. Nemendur vinna þá í ákveðinn tíma eða ljúka við ákveðið magn efnis og mega svo velja sér hvíldarstöð. Hvíldartími er ákveðinn fyrirfram. Tilvalið er að plasta spjöldin og hengja upp. Þegar nemandi velur sér stöð skrifar hann nafnið sitt með töflutúss á spjaldið.  Virkar vel  og námið verður leikur einn!