Fallorðaspilið

Orðum í aðalfalli er skipt jafnt á milli nemenda. (Gott að ljósrita nefnifallið á litað blað.)  Því næst er spilaður veiðimaður með aukaföllin. Spjöldunum er dreift um borðið á hvolfi.
 
Hver leikmaður dregur fjögur spjöld í einu. Ef þau passa við orðin sem hann hefur á hendi heldur hann í þau en skilar til baka  þeim sem hann hefur ekki not fyrir. Svona gengur spilið hringinn.
 
Þegar leikmaður hefur safnað öllum föllunum fjórum þarf hann að raða þeim í rétta röð fyrir framan sig. Þá telur sem einn slagur. Sá sem nær flestum slögum þegar spilatíma lýkur hefur sigrað.
Skemmtilegt og einfalt spil sem þjálfar nemendur í fallbeygingu.