Af hverju ég? Verkefnasafn

HEIMASÍÐA HÖFUNDAR OG VERKEFNASAFN

Fjölbreyttur og skemmtilegur verkefnapakki í tengslum við bókina Af hverju ég? eftir rithöfundinn og grunnskólakennarann Hjalta Halldórsson. 
 
Bókin segir frá Agli, ungum dreng sem elst upp í Borgarnesi. Hann á ekki sjö dagana sæla þar sem hann á það til að lenda í vandræðum, eða veseni eins og hann kallar það sjálfur. Sjálfur vill hann þó meina að árekstrar hans við skólafélaga og fjölskyldumeðlimi séu alls ekki sér að kenna. Þvert á móti sé hann betur gefinn en flestir samferðamenn sínir en þrátt fyrir það lendir hann fyrir sakir óheppni sinnar og ósanngirni annarra í veseni.