Nýtt á 123skóli

Bingó með rími

Bingó með rími.  Nemendur lesa orð og finna mynd sem rímar við orðið.
Fjögur spjöd með myndum sem nemendur hafa.  Fjögur spjöld með orðum sem eru klippt út. Nemendur rugla orðunum og skiptast á að draga.  Sá nemandi sem fyllir fyrst spjald vinnur.
Það má einnig snúa þessu við og hafa orðaspjöldin sem borðspjöld og klippa út myndir og nota til að setja á spjöldin.
 
Stærð spjaldanna er A4.

Myndir fyrir stafaspil

Myndir fyrir stafaspil.  Oftast eru fjórar myndir fyrir hvern staf. 
Upplagt að nota með stafaspjöldunum. Klippa þarf út myndirnar fyrir notkun.  Gott að plasta áður.
Til að nota með stafaspjöldum er einnig hægt að láta nemendur safna myndum og líma á spjöld til að nota.
 

4B Kardemommubærinn - Í húsi ræningjanna

Söngur ræningjanna úr Kardemommubænum e. Thorbjörn Egner. Fjögur verkefni auk kennsluáætlunar. 

Málsgrein og mynd - Að lesa og skrifa

Ellefu verkefni tengd lesskilningi.

Borðspjöl fyrir stafaspil

Níu stafaspjöld fyrir stafaspil.
Spjöldin fylgja innlögn í samræmi við Heimalestur Omma.  Auðvelt að nota sem stafaspil þar sem nemendur hafa myndir og leggja á þann staf sem orðið byrjar á. 
 
Spjöldin eru í A4 sem er frekar lítil spjöld sérstaklega þegar margir stafir eru á spjaldi.  Með því að prenta þetta út í A3 þá nýtast spöldin enn betur.  Spjöldin eru í lit þar sem sérhljóðar eru rauðir og samhljóðar grænir.  Auðvitað er einnig hægt að haf þetta í svart hvítu.
 
Mæli með stærð A3 sem er sett á karton og plastað.

5B - Viðtal við forsætisráðherra

Forsætisráðherra hefur ákveðið að bjóða öllum ellilífeyrisþegum landsins í sólarlandaferð. Fréttamaður vill fá að vita meira og tekur viðtal.

5B - Manneskja kemst lífs af úr flugslysi

Fréttamaður tekur viðtal við manneskju sem komist hefur lífs af úr flugslysi. Notar fréttamannaspurningarnar 5.

5B - Vitni að bankaráni

Einhver varð vitni að bankaráni. Fréttamaður tekur viðtal við vitnið og spyr fréttamannaspurninganna 5.

5B - Starfsmannaviðtal

Starfsmannastjóri tekur atvinnuviðtal við umsækjanda.  Verkefni ætlað tveimur nemendum.

Viðtal við úlfinn úr ævintýrinu um Rauðhettu

Úlfurinn er pakksaddur, nýbúinn að gæða sér á ömmu gömlu og Rauðhettu. Féttamaður tekur hann tali. :)