Nýtt á 123skóli

Orðalisti

Þessi orðalisti hentar vel þegar nemandi er að byrja að skrifa. Tvö blöð þar sem á öðru blaðinu eru sagnorð.

Orðalisti yfir dýr

Orðalisti yfir dýr þar sem er mynd af dýri og orð við.

Orðalisti yfir liti

Orðalisti yfir litina gulur, rauður, grænn, blár, svartur, bleikur og hvítur.

Hefur þú verið góður vinur í dag?

A4 spjald með talblöðrum.Texti: Hefur þú verið góður vinur í dag? Hefur þú verið góð vinkona í dag?
 

Leikþáttur eða ævintýri

Hér fá nemendur val um að vinna að leikþætti eða að skrifa ævintýri.
2 - 3 vinna saman.
Ef nemendur velja að skrifa ævintýri er gott að þeir séu 2 saman en 3 saman ef þeir velja að gera leikþátt.

Bókmenntahugtök fyrir byrjendur

Einfaldar skilgreiningar bókmenntahugtakanna boðskapur, sögupersóna, söguþráður og sögusvið á spjöldum.
Fjögur spjöld (A4)

Íslenska stafrófið

Íslenska stafrófið á einu A4 blaði.

Fallbeyging - Föllin 4

Spjald A4
Fallbeying - nefnifall, þolfall, þágufall, eignarfall.
Hjálparorð

Greinarmerkjaæfing - Punktur

Nemendur lesa fróðleik um Charles Darwin. Í textann vantar 8 punkta sem nemendur þurfa að setja á réttan stað. Í lokin þarf að svara tveimur efnisspurningum.  Lausnir fylgja.

Lífleg lýsingarorðasaga fyrir 5. bekk

 Lýsingarorðasaga. Nemendur velja sér lýsingarorð og skrifa á miða.  Kennari velur miða af handahófi og setur inn í eyður í sögunni. Einnig er nöfnum nemenda og kennarans bætt inn í á völdum stöðum. Sagan er svo lesin fyrir bekkinn. Skjalið er Word skjal sem auðvelt er að breyta og aðlaga.  5 bls.

Grasafjallaferðin - Lesskilningsverkefni

Verkefni með útilegumannasögunni Grasafjallaferðin. Texta er m.a. að finna í bókinni Trunt, trunt og tröllin sem Námsgagnastofnun gaf út árið 2009. 2 bls.