Nýtt á 123skóli

Fyrirmyndarmálsgreinar með nafnorðum og sagnorðum.

Nemendur skrifa sjö fyrirmyndarmálsgreinar og nýta sér nafnorð og sagnorð úr textaformunum.

Fyrirmyndarmálsgreinar um sælgæti.

Krefjandi verkefni sem þjálfar í senn stafsetningu, málfræði og ritun. Nemendur eiga að skrifa 10 fyrirmyndarmálsgreinar, bæði stuttar og langar um kvikmynd sem þeir þekkja eða langar að sjá. Þeir fylgja svo nákvæmum fyrirmælum og eiga að uppfylla ákveðin skilyrði s.s. að koma fyrir ákveðnum greinarmerkjum og samtenginum,  eða nota orð sem falla undir ákveðnar stafsetningarreglur. Í lokin nýtir nemandi sér gátlista til að fara yfir verkefnið.

Fyrimyndarmálsgreinar um kvikmynd

Krefjandi verkefni sem þjálfar í senn stafsetningu, málfræði og ritun. Nemendur eiga að skrifa 10 fyrirmyndarmálsgreinar, bæði stuttar og langar um kvikmynd sem þeir þekkja eða langar að sjá. Þeir fylgja svo nákvæmum fyrirmælum og eiga að uppfylla ákveðin skilyrði s.s. að koma fyrir ákveðnum greinarmerkjum og samtenginum,  eða nota orð sem falla undir ákveðnar stafsetningarreglur. Í lokin nýtir nemandi sér gátlista til að fara yfir verkefnið.

Fyrirmyndarmálsgreinar um tölvur

Krefjandi verkefni sem þjálfar í senn stafsetningu, málfræði og ritun. Nemendur eiga að skrifa 10 fyrirmyndarmálsgreinar, bæði stuttar og langar um tölvur. Þeir fylgja svo nákvæmum fyrirmælum og eiga að uppfylla ákveðin skilyrði s.s. að koma fyrir ákveðnum samtenginum eða strika undir orð sem falla undir ákveðnar stafsetningarreglur. Í lokin nýtir nemandi sér gátlista til að fara yfir verkefnið.

John Lennon - Greinarmerkjaæfing

Einföld en krefjandi greinarmerkjaæfing. Nemandi les fræðandi textabrot um John Lennon og Bítlana. Greinarmerki vantar og á nemandi að setja þau á rétta staði. Greinarmerkin sem vantar eru gefin upp, í réttri röð, fyrir neðan textabrotin.
2 blöð A4   - Lausnir fylgja.

Fallorðaspilið

Orðum í aðalfalli er skipt jafnt á milli nemenda. (Gott að ljósrita nefnifallið á litað blað.)  Því næst er spilaður veiðimaður með aukaföllin. Spjöldunum er dreift um borðið á hvolfi.
 
Hver leikmaður dregur fjögur spjöld í einu. Ef þau passa við orðin sem hann hefur á hendi heldur hann í þau en skilar til baka  þeim sem hann hefur ekki not fyrir. Svona gengur spilið hringinn.
 
Þegar leikmaður hefur safnað öllum föllunum fjórum þarf hann að raða þeim í rétta röð fyrir framan sig. Þá telur sem einn slagur. Sá sem nær flestum slögum þegar spilatíma lýkur hefur sigrað.
Skemmtilegt og einfalt spil sem þjálfar nemendur í fallbeygingu.

Sagnorðahreyfispil (Actionary)

Skemmtilegt spil í anda Actionary. 
Spilið hentar jafnt fámennum og fjölmennum nemendahópum.
 
Einföld útgáfa: Nemendi dregur spjald og leikur sagnorðið á spjaldinu. Sá sem giskar á rétta sögn og getur farið rétt með hana í nafnhætti, nútíð og þátíð, fær að leika næst.
 
Einnig er hægt að skipta hópnum í lið og hvert lið fær úthlutað jafn mörgum spjöldum. (Útsvarsleikurinn) Liðin velja sér svo leikara sem fær fyrirfram ákveðinn tíma til að leika sagnirnar, t.d. 3 mínútur. Annað liðið leikur í einu. Það lið sem nær flestum sögunum rétt, vinnur. Til að flækja leikinn enn frekar er hægt að leyfa því liði sem ekki er að spila að giska líka og reyna þannig að stela svörum.

11. P - Æ - J - ýmis verkefni

Orðarugl og teikniverkefni.

11. P - Æ -J - stafaverkefni

Skrifa staf við mynd.

11. P - Æ - J - orðaverkefni

Skrifa orð við mynd.