Nýtt á 123skóli

4B Kardemommubærinn - Í húsi ræningjanna

Söngur ræningjanna úr Kardemommubænum e. Thorbjörn Egner. Fjögur verkefni auk kennsluáætlunar. 

Málsgrein og mynd - Að lesa og skrifa

Ellefu verkefni tengd lesskilningi.

Orð og mynd

10 verkefni þar sem þarf að lesa orð og tengja við rétta mynd.

Persónusköpun - Sögugerð - fyrir byrjendur

Tvö blöð til að fylla út fyrir persónusköpun.

Borðspjöl fyrir stafaspil

Níu stafaspjöld fyrir stafaspil.
Spjöldin fylgja innlögn í samræmi við Heimalestur Omma.  Auðvelt að nota sem stafaspil þar sem nemendur hafa myndir og leggja á þann staf sem orðið byrjar á. 
 
Spjöldin eru í A4 sem er frekar lítil spjöld sérstaklega þegar margir stafir eru á spjaldi.  Með því að prenta þetta út í A3 þá nýtast spöldin enn betur.  Spjöldin eru í lit þar sem sérhljóðar eru rauðir og samhljóðar grænir.  Auðvitað er einnig hægt að haf þetta í svart hvítu.
 
Mæli með stærð A3 sem er sett á karton og plastað.

5B - Viðtal við forsætisráðherra

Forsætisráðherra hefur ákveðið að bjóða öllum ellilífeyrisþegum landsins í sólarlandaferð. Fréttamaður vill fá að vita meira og tekur viðtal.

5B - Manneskja kemst lífs af úr flugslysi

Fréttamaður tekur viðtal við manneskju sem komist hefur lífs af úr flugslysi. Notar fréttamannaspurningarnar 5.

5B - Vitni að bankaráni

Einhver varð vitni að bankaráni. Fréttamaður tekur viðtal við vitnið og spyr fréttamannaspurninganna 5.

5B - Starfsmannaviðtal

Starfsmannastjóri tekur atvinnuviðtal við umsækjanda.  Verkefni ætlað tveimur nemendum.

Viðtal við úlfinn úr ævintýrinu um Rauðhettu

Úlfurinn er pakksaddur, nýbúinn að gæða sér á ömmu gömlu og Rauðhettu. Féttamaður tekur hann tali. :)

Stafrófið

Íslenska stafrófið. Stærð A4

Álfar og huldufólk

Ritunarverkefni sem hentar vel þegar unnið er með þjóðsögur. Nemandi hefur val um þrjú verkefni; endursögn, frásögn eða umfjöllun á fræðilegum nótum. Matskvarði fylgir verkefninu.

Ritunarverkefni um SKRÍMSLI

Frábært ritunarverkefni um skrímsli. Nemendur skapa sitt eigið skrímsli og teikna eða móta það úr pappamassa eða öðrum efnivið. Því næst gera þeir hugarkort skrifa þeir greinargóða lýsingu á skrímslinu. Hugarkort og nákvæmar leiðbeiningar fylgja sem og matskvarði.