Nýtt á 123skóli

Sjónrænt skipulag - Grunnskóli / stundatafla

Myndræn framsetning á verkefnum dagsins getur létt mörgum nemandanum lífið og  lífgað upp á kennslustofuna. Stærð: Tvö spjöld á A4 -  Landscape. Gott að plasta og endurnýta.
Auk spjalda fyrir allar námsgreinar fylgir skjal með tímasetningum. Hægt er að breyta texta í því skjali.

Hrósmedalía

Hægt er að breyta texta í skjalinu.

Hvíldarspjöld

Gott að hafa í handraðanum þegar krefjandi verkefni virðast ætla að bera nemendur ofurliði.
Þessi spjöld hafa gefist vel í námsmaraþoni eða löngum vinnulotum. Nemendur vinna þá í ákveðinn tíma eða ljúka við ákveðið magn efnis og mega svo velja sér hvíldarstöð. Hvíldartími er ákveðinn fyrirfram. Tilvalið er að plasta spjöldin og hengja upp. Þegar nemandi velur sér stöð skrifar hann nafnið sitt með töflutúss á spjaldið.  Virkar vel  og námið verður leikur einn!

Umsjónarmenn - Verkslýsing - Þinn texti

Val um tvö útlit.
Settu inn þann texta sem þú kýst.

 

Vísdómsorð vikunnar

Upplagt er að leiða nemendur sína inn í vikuna með góðum vísdómsorðum. Einnig er tilvalið að fá nemendur sjálfa til að upphugsa vísdómsorð vikunnar.