Viðtal við sögupersónu

Verkefni í framsögn þar sem 2 og 2 vinna saman. Nemendurnir ákveða hvaða sögupersónu þeir ætla að taka viðtal við, skrifa svo niður spurningar fyrir hana og svör. Nemendur flytja verkefnið saman.
Til að ekki fari of mikill tími í að velja sögupersónu getur kennari ákveðið persónuna, jafnvel einhverja ævintýrapersónu eða persónu úr sögu sem hefur verið lesin. Einnig gætu nemendur dregið sér persónu hjá kennara.