Nýtt á 123skóli

Bragfræði - Rím

8 spjöld sem útskýra hugtökin karlrím, kvenrím, þrírím, miðrím, innrím og endarím.

Myndir af leiruðum stöfum

Leirstafir þar sem stafrófið er leirað með hvítum leir.  Stafirnir liggja á rauðum eða grænum fleti.

Leirverkefni

Fjórtán verkefni þar sem á að leira og skrifa stafi. Í fyrsta verkefni er stafurinn sem á að leira ekki tiltekinn en hægt er að skrifa hann inn eða láta nemendur hafa mynd af staf/stöfum sem á að leira. Síðasta verkefnið er áskorun sem hægt er að nota með þessum verkefnum.

Leirverkefni með myndum

Fjórtán verkefni. 13 með mynd af þeim stöfum sem á að leira.  Verkefnin eru í sömu röð og Heimalestrabækur Omma. Aftast  er áskorun sem hentar með hverju verkefni.

Mánaðavísan

Mánaðavísan sem allir ættu að kunna en oft reynist erfitt að muna.
TIlvalið að prenta út, plasta og hengja upp í skólastofunni.

Vikudagarnir

Vikudagarnir á llitlum spjöldum. 

Vikudagarnir - sjónrænt skipulag

Vikudagarnir á litlum spjöldum. Bakgrunnurinn er litaður.

Mánuðirnir

Mánuðirnir 12 á litlum spjöldum með lituðum ramma.
Lítil mynd hjá hverjum mánuði sem vísar í árstíð.

Mánuðir með dagafjölda

Mánuðirnir 12 á litlum spjöldum.
Gott að plasta og hengja upp á vegg.
Á hverju spjaldi er fjöldi daga í mánuðinum.

Samsett orð - spil

Spilið gengur út á að finna seinnipart sem passar við fyrripart sem nemandi hefur dregið sér þannig að úr verði samsett orð.
Sá vinnur spilið sem fyrstur er að fylla alla reitina fyrir seinnipartinn á spilaborðinu sínu.
 
2 - 4 nemendur spila saman.
Hver þeirra fær eitt spilaborð. Gott er að plasta spilaborðin þá verða þau eigulegri.
Spilarar draga sér allir einn fyrripart og setja hann á sinn stað á spilaborðið.
Seinnipartarnir eru settir á hvolf á borðið og skiptast nemendur á að draga og finna út hvort hann passi við fyrripartinn svo úr verði samsett orð.
Gott er að ljósrita orðaspjöldin á litaðan pappír svo ekki sjáist í gegnum þau þegar þau hafa verið lögð á hvolf á borðið. Orðaspjöldin verða líka eigulegri ef þau eru plöstuð.

Stafsetning - Týndur stafur í orði

Fjörutíu og fimm spjöld þar sem finna þarf réttan staf til að orðið verði rétt skrifað.

Stafsetning - g eða k?

Tuttugu og eitt spjald þar sem skrá á g eða k svo orðið verði rétt.

Ljóð - ÉG

Skjalið inniheldur 2 A5 blöð.
Nemandi byrjar á því að ímynda sér hvar hann sé staddur og gefur ljóðinu heiti. Nemendur hafa komið með hugmyndir eins og Í sveit, Í Smáralind og Í New York og allt þar á milli.
Nemandi fyllir svo inn í eyðurnar í ljóðinu en allar málsgreinarnar hafa samtenginguna og .

 

Stafsetning - f eða v?

Átján spjöld þar sem skrá á v eða f svo orðið verði rétt.
 

Stafsetning / þ eða ð?

Átján spjöld þar sem skrá á þ eða ð svo orðið verði rétt.