Nýtt á 123skóli

Verkefni við bókina Leyndarmálið hennar ömmu.

Þrír þyngdaflokkar af lesskilningsverkefnum við bókina Leyndarmálið hennar ömmu. Höfundur bókarinnar er Björk Bjarkadóttir.

1B - Stafarugl

Þrjátíu og sex lítil spjöl með stafarugli.

Að finna réttan staf.

Þrjú spjöld með verkefnum. Í fyrstu tveim á að finna stafinn sem vantar og í þriðja verkefninu á að skrifa orð sem ríma við orð sem gefin eru upp.

Stofumerking

A4 spjald til að merkja kennslustofuna. Hægt er að breyta texta í skjalinu.
Nokkrir litir.

Bragfræði - Rím

8 spjöld sem útskýra hugtökin karlrím, kvenrím, þrírím, miðrím, innrím og endarím.

Myndir af leiruðum stöfum

Leirstafir þar sem stafrófið er leirað með hvítum leir.  Stafirnir liggja á rauðum eða grænum fleti.

Leirverkefni

Fjórtán verkefni þar sem á að leira og skrifa stafi. Í fyrsta verkefni er stafurinn sem á að leira ekki tiltekinn en hægt er að skrifa hann inn eða láta nemendur hafa mynd af staf/stöfum sem á að leira. Síðasta verkefnið er áskorun sem hægt er að nota með þessum verkefnum.

Leirverkefni með myndum

Fjórtán verkefni. 13 með mynd af þeim stöfum sem á að leira.  Verkefnin eru í sömu röð og Heimalestrabækur Omma. Aftast  er áskorun sem hentar með hverju verkefni.

Mánaðavísan

Mánaðavísan sem allir ættu að kunna en oft reynist erfitt að muna.
TIlvalið að prenta út, plasta og hengja upp í skólastofunni.