Sumarorða-orðaskjóða

Hér eru á ferðinni orð sem nemendum finnast tengjast sumrinu og þau fléttuð inn í verkefnin.
Einnig 32 orð til að hengja á orðavegg og nota í orðaskjóðumaraþon.
Í orðaskjóðumaraþoni fá nemendur eyðublað, sækja sér orð á vegginn, ganga í sætið sitt aftur, skrifa orðið tvisvar sinnum á blaðið sitt, skila orðinu aftur og sækja sér nýtt þar til lokið er við að fylla út allt blaðið.
Ekki spillir fyrir að bjóða upp á verðlaun í formi stórra límmiða þegar maraþoni er lokið eins og í alvöru maraþoni ;-)