Nýtt á 123skóli

Talnalínur

Þrjár talnalínur.
Tölur 0 til 20, -10 til 10 og -20 til 0.
Fyrst koma blöð þar sem þrjár eins talnalínur eru á blaði.
Aftast er eitt blað með öllum talnalínunum.
 
Talnalínurnar eru í stærðinni 5,4 cm x 27,5.

Lestrarbók Leós

Léttlestrarbók til lestrarþjálfunar þar sem stafirnir B, D, G og P eru æfðir.
Bók fyrir byrjendur í lestri með stuttum setningum.
 
Bókin er 8 blaðsíður
Bókin er hér í A4 en hentar mjög vel til ljósritunar í stærð A5, bókarform.

Lestrarbók Kára

Lestrarbók þar sem stafurinn K í upphafi orðs er æfður.

Sérhljóðar

Verkefni þar sem nemendur eiga að finna sérhljóða í ljóði.

Samhljóðar

Verkefni þar sem nemendur eiga að finna samhljóða í ljóði.

Línur

Tvö spjöld.
Útskýring á samsíða línum og
dæmi um samsíða línur og ósamsíða línur.

Lesskilningur - Málsgrein við mynd

Lesskilningur þar sem lesa á málsgrein og merkja við rétta mynd.
Einfaldar málsgreinar.

Talnalína

Talnalína með tölum 0 - 20.
Á blaðinu eru sex talnalínur sem þarf að klippa.
Mismunandi myndir á talnalínunum.

Teningaspil - Samlagning

Teningaspil þar sem nemendur eiga að leggja saman tvær tölur.

Stór spjöld.

Fjögur spjöld fyrir nemendur.
Auk þess þurfa nemendur að fá tvo teninga og 10 hluti t.d. kubba fyrir hvern spilara til að leggja á tölurnar.
 
Nemendur fá tvo teninga. Þeir eiga að nota þá sem tölur í dæmi og leggja tölurnar saman. Ef svarið er á þeirra spjaldi setja þeir kubb á töluna. Sá sem fyrstur fyllir spjaldið vinnur.
 
Stærð: A4 hvert spjald.
Hentugt að plasta fyrir notkun.

Stafrófið á litlum spjöldum með mynd og doppu

Doppurnar segja til um hvort stafurinn er sérhljóðið eða samhljóði.

Stafrófið á litlum spjöldum - sérhljóðar, samhljóðar með mynd

Hala niður, prenta, plasta, klippa og hengja upp! :)
 

Stafrófið á litlum spjöldum með myndum

Hala niður, prenta, plasta, klippa og hengja upp!

 

Handþvottur

 Spjald A4

Ekki gleyma að sturta niður!

Tvö spjöld - Góð áminning á klósettinu.