Nýtt á 123skóli

Tölur 1 - 100

Tölur 1 - 100. Á hverju blaði eru tveir tugir.
Sléttar tölur eru með heilum ramma en oddatölur með brotnum ramma.
Auðvelt að nota sem heil spjöld.
Einnig hægt að klippa tölur niður og láta nemendur vinna með tölurnar t.d. raða upp.
 
Ég hugsa mér tölu er leikur sem hentar vel þar sem nemendur hafa spjald/spjöld með tölununum.
Einn hugsar sér þá tölu á spjaldi/spjöldum. Aðrir reyna að finna töluna með því að spyrja spurninga sem á að svara með já eða nei. Ekki má spyrja um ákveðna tölu nema þrisvar sinnum þannig að það borgar sig að þrengja bilið áður en spurt er um töluna.

Leikþáttur - Tjörnin

STuttur leikþáttur sem námsfélagar æfa og flytja fyrir hóp/bekkinn.

2B/3B Samtal - Húsdýragarðurinn

Verkefni með stuttum og löngum málsgreinum.

Leikþáttur - Á skautum

Stuttar málsgreinar.
Leikþáttur þar sem námsfélagar æfa leikþátt og flytja.

3. lestrarbók Orms

Lestrarbók fyrir þá sem þurfa enn frekari æfingu við byrjun lestrarnáms.
Stuttar málsgreinar með einföldum orðum um músina Mýslu.
 
Lestrabókin er hér í stærð A4 en hentar vel til ljósritunar í A5, bókarform.

2. lestrarbók Orms

Lestrarbók fyrir þá sem þurfa enn frekari æfingu við byrjun lestrarnáms.
Stuttar málsgreinar með einföldum orðum um Kátu kisu.
 
Lestrabókin er hér í stærð A4 en hentar vel til ljósritunar í A5.

1. lestrarbók Orms

Lestrarbók fyrir þá sem þurfa enn frekari æfingu við byrjun lestrarnáms.
Stuttar málsgreinar með einföldum orðum.
 
Lestrabókin er hér í stærð A4 en hentar vel til ljósritunar í A5.

Skriftaræfing - Snjór

 Vísindaleg skriftaræfing um snjó með matskvarða.

Dundað í desember

 Þrauta - og litabók með jólalegum verkefnum.

Jólakort - jólatré

Kort til að klippa út og lita.

Jólakort - jólasveinn

 Jólakort til að klippa út og lita.

Jólakort - jólabjöllur

 Kort til að lita og klippa út.