Nýtt á 123skóli

Gullmiðar

Hrósmiðar sem gott er að grípa til að minnsta tilefni. 
eða 
Gullmiði til samnemenda.
Nemendur fylgjast með góðri hegðun og framkomu samnemenda sinna og skrá það sem þeir verða vitni að á gullmiða.  Miðinn er settur í box, merktur með nafni þess sem skrifar miðann.
Kennari les svo gullmiðana, en aðeins þá sem eru merktir. Sá sem fær gullmiðann fær að eiga hann.

Sögurýni og leiðbeiningar

 Form og leiðbeiningar fyrir nemendur sem vilja rýna í smásöguna Blöndukútur í Sorpu og skrifa stutta gagnrýni.

Orðarýni

Nemendur glugga í söguna, finna orð sem þeir ekki skilja og rýna í þau. Gert er ráð fyrir að námsfélagar vinni saman og kynni afrakstur fyrir hópnum.

Lesskilningsæfing fyrir eldri nemendur

Sérlega skemmtileg lesskilningsæfing fyrir eldri nemendur. Nemendur þurfa að hafa smásöguna Blöndukútur í Sorpu við höndina og greiðan aðgang að íslenskri orðabók eða tölvuorðabók.

Margslungið ritunarverkefni - innblásið af Blöndukútnum í Sorpu

 Nemendur geta valið um fjórar leiðir til að þjálfa ritunarfærni sína. Það er alltaf gott að hafa val! :)

Að færa rök fyrir máli sínu

Þrjú verkefnablöð. Þrjár spurningar sem nemendur eiga að taka afstöðu til og færa rök fyrir máli sínu. Tilvalið er að ljúka kennslustund á litlum leikþætti og setja nemendur í hlutverk - Spyrjandi í sjónvarps- eða útvarpsþætti fær til sín viðmælendur með ólíkar skoðanir. 

Umræður og vangaveltur fyrir eldri nemendur.

 Umræður og vangaveltur fyrir eldri nemendur. Gert er ráð fyrir að námsfélagar vinni saman í byrjun og kennari stýri bekkjarumræðum í lokin.

Umræður og vangaveltur fyrir yngri nemendur

Umræðuspurningar og vangaveltur. Gert er ráð fyrir að námsfélagar vinni saman. Bekkjarumræður í lokin. Auk þess fylgja beinar spurningar úr efni sögunnar.

Leikur að orðum - rafglærur

 Orð og merking - 7 glærur sem gaman að að skoða með nemendum sínum.

Talað og hlustað

Talað og hlustað verkefni þar sem Þórður og amma ræða saman um hvað væri hægt að gefa afa í afmælisgjöf.

Skrift

Brandarinn góði úr sögunni er verkefni hér.
Nemendur skrifa brandarann eftir Skriftís forskrift sem fylgir hér.
Einnig fylgja blöð til að skrifa á með matskvarða.

Samsett orð og Orðarugl

Verkefni þar sem samsett orð eru í hávegum höfð.
Annað verkefnið snýst um að taka samsett orð í sundur. Hitt verkefnið er orðarugl þar sem þarf að finna samsettu orðin.