Nýtt á 123skóli

Stafrófið á litlum spjöldum - Sérhljóðar og samhljóðar

Sérhljóðar eru rauðir og samhljóðar eru grænir.
Hala niður, prenta, plasta, klippa og hengja upp.

Stafrófið á litlum spjöldum

Hentugt til að hengja upp í skólastofunni.

Sléttar tölur og oddatölur

3 spjöld í stærðinni A4.
2 spjöld myndræn sem sýna hvernig einingum er skipt í 2 jafn stórar tölur.

Tölurnar 1000 - 10.000 einnig skrifaðar með bókstöfum

Spjöld með tölunum 1000- 10.000.
Tölurnar eru einnig skrifaðar með bókstöfum.
Spjöldin eru u.þ.b. hálft A4 á stærð.

Tölurnar 1000 - 10.000

Spjöld með tölunum 1000 - 10.000.
Spjöldin eru u.þ.b. hálft A4 á stærð.

Tölurnar 100 - 1000 skrifaðar með bókstöfum

Spjöld með tölunum 100 - 1000.
Tölurnar eru einnig skrifaðar með bókstöfum.
Spjöldin eru u.þ.b. hálft A4 á stærð.

Tölurnar 100 - 1000

Spjöld frá 100 - 1000, talið á hundrað.
Spjöldin eru u.þ.b. hálft A4 á stærð.

Tölurnar 1 - 10 með fuglamyndum

Tölurnar 1 - 10 á litlum spjöldum. Spjöldin eru með jafn mörgum fuglum á og talan segir til um.

Tölurnar 1 - 10

Tölurnar 1 - 10 hver í sínum ramma.

Tugir með tugum

Spjöld með tugum 10 - 100.
Á spjöldunum er fjöldi tuga settur inn.
 

Tugir - lítil spjöld

Spjöld frá 10 - 100, talið á tug.
Spjöldin eru u.þ.b. hálft A4 á stærð.

Stærri en, minni en og jafnaðarmerkið

Stærri en, minni en og jafnaðarmerkið

Dóminó - samlagning

Dóminó með tölum að 20.
Nemandi leggur dóminó með því að reikna dæmi og setja rétt svar við.
 
Spjöldin þarf að klippa niður áður en spilið hefst.
 
Gott að plasta fyrir notkun.

Teningaspil - samlagning

Teningaspil þar sem nemendur eiga að leggja saman tvær tölur.
Lítil spjöld.
Fjögur spjöld fyrir nemendur.
Auk þess þurfa nemendur að fá tvo teninga og 10 hluti t.d. kubba fyrir hvern spilara til að leggja á tölurnar.
Nemandi leggur dóminó með því að reikna dæmi og setja rétt svar við.
 
Spjöldin þarf að klippa niður áður en spilið hefst.
 
Gott að plasta fyrir notkun.

Teningaspil - frádráttur

Teningaspil þar sem nemendur eiga að draga frá.
Lítil spjöld.
Fjögur spjöld fyrir nemendur.
Auk þess þurfa nemendur að fá tvo teninga og 10 hluti t.d. kubba fyrir hvern spilara til að leggja á tölurnar.
 
Nemendur fá tvo teninga. Þeir eiga að nota þá sem tölur í dæmi og draga frá. Ef svarið er á þeirra spjaldi setja þeir kubb á töluna. Sá sem fyrstur fyllir spjaldið vinnur.
 
Stærð: Tvö spjöld á A4 blaði sem þarf að klippa.
Hentugt að plasta fyrir notkun.

Teningaspil - frádráttur

Teningaspil þar sem nemendur eiga að draga frá.
Fjögur spjöld fyrir nemendur.
Auk þess þurfa nemendur að fá tvo teninga og 10 hluti t.d. kubba fyrir hvern spilara til að leggja á tölurnar.
 
Nemendur fá tvo teninga. Þeir eiga að nota þá sem tölur í dæmi og draga frá. Ef svarið er á þeirra spjaldi setja þeir kubb á töluna. Sá sem fyrstur fyllir spjaldið vinnur.
 
Stærð: A4
Hentugt að plasta fyrir notkun.

Samlagningabingó

Samlagningabingó með tölum að 10.
Fjögur borðspjöld fyrir nemendur.
Fjögur spjöld með dæmum sem þarf að klippa niður.
 
Spilað er bingó þar sem nemandi dregur spjald, reiknar dæmið og setur á rétt svar ef hann er með það á spjaldinu sínu.
 
Stærð: A4
 
Hagkvæmt að plasta fyrir notkun.

Lestrarbók Hönnu

Léttlestrarbók til lestrarþjálfunar þar sem stafurinn H í upphafi orðs er æfður.
Bók fyrir byrjendur í lestri með stuttum setningum.
 
Bókin er 8 blaðsíður
Bókin er hér í A4 en hentar mjög vel til ljósritunar í stærð A5, bókarform.