Yngsta stig / 1. - 4. bekkur

Sérhljóðar, atkvæði orða og stafrófið

Atkvæði, sérhljóðar, stafrófsröð.

Sérnöfn og samnöfn

Einfalt og skemmtilegt verkefni þar sem nemendur skella sér í góðan göngutúr um leið og þeir finna sérnöfn, örnefni og samnöfn í umhverfinu.

Sýnt og sagt frá - Framsögn

Nemendur velja hlut heiima, koma með í skólann, sýna hann og segja frá honum.

Samantekt á sumarfríi - Sumarfríið mitt

 Skemmtilega einfalt ritunarverkefni. Nemendur teikna mynd er tengist sumarfríi þeirra og skrifa stutt minningarbrot í skýin.

Samheitaspilið

42 samheiti á litlum spjöldum

Spilareglur:

Tveir og tveir spila saman.

Spjöldin eru klippt út og lögð á hvolf á borð. Nemandi dregur spjald og les upp fyrra orðið. Spilafélagi giskar á hitt orðið (samheitið) á spjaldinu. Ef hann giskar rétt fær hann spjaldið til sín. Nemendur skiptast á að draga og giska.

 

Samsett orð 1

Samsett orð 1 er verkefni á tveimur blöðum.
Nemendur lesa samsett orð og setja strik þar sem nýtt orð byrjar.

Samsett orð 2

Samsett orð 2 er verkefni á tveimur blöðum.
Nemendur eiga að skrifa eitt orð úr tveimur.

Samsett orð 3

Samsett orð 3 er verkefni á tveimur blöðum.
Nemendur eiga að skrifa orðin sem samsett orð er samansett af.
 

Skólakynning

Samvinnuverkefni þar sem nemendur undirbúa kynningu á skólanum sínum og flytja fyrir hóp.

Skrifaðu málsgrein við mynd

Nemendur skrifa málsgreinar við mynd og æfa sig í að lesa þær.

Snjór - Orðaforði

Önnur orð yfir snjó

mjöll, fönn, snær, drift.