Námsspil

Myndarím

Nemendur spila veiðimann. Para saman myndir sem eiga það sameiginlegt að orðin ríma.

SJÁ EINNIG: Orðarím - spil

Myndir fyrir stafaspil

Myndir fyrir stafaspil.  Oftast eru fjórar myndir fyrir hvern staf. 
Upplagt að nota með stafaspjöldunum. Klippa þarf út myndirnar fyrir notkun.  Gott að plasta áður.
Til að nota með stafaspjöldum er einnig hægt að láta nemendur safna myndum og líma á spjöld til að nota.
 

ng og nk orð

Fjöldi ng og nk orða á spjöldum. Tvö spjöld af hverju orði og eitt spjald með orðinu rituðu með breiðum sérhljóða.
Notkunarmöguleikar:
Samstæðuspil.
Spjöldin lögð á hvolf á borðið. Nemendur spila 2 eða 3 saman og skiptast á að draga tvö spjöld og reyna að fá samstæðu. Gæta þarf að því að orðin séu bæði skrifuð með grönnum sérhljóða á undan ng og nk.

Orðabingó með áherslu á b og d

Orðabingó þar sem nemendur þjálfast í að lesa orð sem byrja á b eða d.
Fjögur spjöld með myndum sem þeir sem spila nota.  Fjögur spjöld  sem þarf að klippa.  Gott að plasta áður en klippt er. 
Spilið er fyrir fjóra en einnig geta tveir og tveir hjálpast að.  Nemendur draga orð og lesa. Ef mynd á spjaldi þeirra passar við orðið þá setja þeir orðið á myndina.  Sá nemandi sem fyllir fyrst sitt spjald vinnur.
Öll orð byrja á b eða d.
 
Spjöldin eru í stærð A4.
 

Orðabingó með áherslu á v og f

Orðabingó þar sem nemendur þjálfast í að lesa orð sem byrja á v eða f.
Fjögur spjöld með myndum sem þeir sem spila nota.  Fjögur spjöld  sem þarf að klippa.  Gott að plasta áður en klippt er. 
Spilið er fyrir fjóra en einnig geta tveir og tveir hjálpast að.  Nemendur draga orð og lesa. Ef mynd á spjaldi þeirra passar við orðið þá setja þeir orðið á myndina.  Sá nemandi sem fyllir fyrst sitt spjald vinnur.
 
Spjöldin eru í stærð A4.

Orðadominó

Orðadominó með orði og mynd.
Hvert spjald er með orði og mynd.  Byrja þarf á að klippa eins og línur segja til um.  Öllu ruglað saman og byrjað að spila.
Hvert spjal er með mynd og orði.  Á fyrsta spjaldi stendur byrja og við llið þess er orð.  Nemandi leggur spjaldið niður og finnur síðan spjald með mynd sem passaar við orðið . Á því spjaldi er mynd og orð. Nemandi finnur þá mynd sem passar við það orð.  Þannig heldur lengjan áfram þar til öll spjöldin eru búin. 
Auðvelt er að vera einn í þessu spili en meira gaman að hjálpast að.
Góð tilbreyting getur verið að hafa keppni milli hópa um að klára dóminóspilið.
 
Gott að plasta áður en klippt er.

Orðarím

Nemendur spila veiðimann og reyna að para saman orð sem ríma.

SJÁ EINNIG: Myndarím - spil 

Sagnorðabingó 1

Bingó með áherslu á sagnorð. Nemendur lesa orð og setja á rétta mynd.
Fjögur spjöld með myndum sem þeir sem spila nota.  Fjögur spjöld  sem þarf að klippa.  Gott að plasta áður en klippt er. 
Spilið er fyrir fjóra en einnig geta tveir og tveir hjálpast að.  Nemendur draga orð og lesa. Ef mynd á spjaldi þeirra passar við orðið þá setja þeir orðið á myndina.  Sá nemandi sem fyllir fyrst sitt spjald vinnur.
 
Spjöldin eru í stærð A4.

Sagnorðabingó 2

Sagnorðabingó þar sem nemendur þjálfast í að lesa orð.
Fjögur spjöld með myndum sem þeir sem spila nota.  Fjögur spjöld  sem þarf að klippa.  Gott að plasta áður en klippt er. 
Spilið er fyrir fjóra en einnig geta tveir og tveir hjálpast að.  Nemendur draga orð og lesa. Ef mynd á spjaldi þeirra passar við orðið þá setja þeir orðið á myndina.  Sá nemandi sem fyllir fyrst sitt spjald vinnur.
 
Spjöldin eru í stærð A4.
 
Bingó með sagnorðum.  Nemendur lesa orð og setja á rétta mynd.

Sagnorðahreyfispil (Actionary)

Skemmtilegt spil í anda Actionary. 
Spilið hentar jafnt fámennum og fjölmennum nemendahópum.
 
Einföld útgáfa: Nemendi dregur spjald og leikur sagnorðið á spjaldinu. Sá sem giskar á rétta sögn og getur farið rétt með hana í nafnhætti, nútíð og þátíð, fær að leika næst.
 
Einnig er hægt að skipta hópnum í lið og hvert lið fær úthlutað jafn mörgum spjöldum. (Útsvarsleikurinn) Liðin velja sér svo leikara sem fær fyrirfram ákveðinn tíma til að leika sagnirnar, t.d. 3 mínútur. Annað liðið leikur í einu. Það lið sem nær flestum sögunum rétt, vinnur. Til að flækja leikinn enn frekar er hægt að leyfa því liði sem ekki er að spila að giska líka og reyna þannig að stela svörum.

Samheitaspilið

42 samheiti á litlum spjöldum

Spilareglur:

Tveir og tveir spila saman.

Spjöldin eru klippt út og lögð á hvolf á borð. Nemandi dregur spjald og les upp fyrra orðið. Spilafélagi giskar á hitt orðið (samheitið) á spjaldinu. Ef hann giskar rétt fær hann spjaldið til sín. Nemendur skiptast á að draga og giska.

 

Samlagningabingó

Samlagningabingó með tölum að 10.
Fjögur borðspjöld fyrir nemendur.
Fjögur spjöld með dæmum sem þarf að klippa niður.
 
Spilað er bingó þar sem nemandi dregur spjald, reiknar dæmið og setur á rétt svar ef hann er með það á spjaldinu sínu.
 
Stærð: A4
 
Hagkvæmt að plasta fyrir notkun.

Samsett orð - spil

Spilið gengur út á að finna seinnipart sem passar við fyrripart sem nemandi hefur dregið sér þannig að úr verði samsett orð.
Sá vinnur spilið sem fyrstur er að fylla alla reitina fyrir seinnipartinn á spilaborðinu sínu.
 
2 - 4 nemendur spila saman.
Hver þeirra fær eitt spilaborð. Gott er að plasta spilaborðin þá verða þau eigulegri.
Spilarar draga sér allir einn fyrripart og setja hann á sinn stað á spilaborðið.
Seinnipartarnir eru settir á hvolf á borðið og skiptast nemendur á að draga og finna út hvort hann passi við fyrripartinn svo úr verði samsett orð.
Gott er að ljósrita orðaspjöldin á litaðan pappír svo ekki sjáist í gegnum þau þegar þau hafa verið lögð á hvolf á borðið. Orðaspjöldin verða líka eigulegri ef þau eru plöstuð.

Stafabingó

Bingó þar sem para á saman mynd og staf.  Spil fyrir fjóra.
Það geta einnig verið tveir saman með spjald.
Fjögur borðspjöld sem spilarar hafa.  Fjögur spjöd með stöfum sem þarf að klippa.
Nemendur draga spjald með staf og athuga hvort þeir séu með mynd sem byrjar á stafnum.  Ef svo er þá leggja þeir stafinn á mydnina ef ekki þá fer stafurinn í bunkann aftur.
Sá nemandi sem fyllir fyrst sitt spjald vinnur.
 
Borðspjöldin eru í stærð A4.

Stafadominó 1

Stafadominó með bókstaf og mynd.
Hvert spjald er með mynd og staf.  Byrja þarf á að klippa eins og línur segja til um.  Öllu ruglað saman og byrjað að spila.
Hvert spjal er með mynd og staf.  Á fyrsta spjaldi stendur byrja og við llið þess er bókstafur.  Nemandi leggur spjaldið niður og finnur síðan spjald með mynd sem passaar við stafinn. Á því spjaldi er mynd og stafur. Nemandi finnur þá mynd sem passar við þann staf.  Þannig heldur lengjan áfram þar til öll spjöldin eru búin. 
Spjöldin hér eru í sömu röð og heimalestur Omma er.  Hægt að nota hluta af spilunum til að byrja með eftir því sem búið er að leggja inn stafina.
Auðvelt er að vera einn í þessu spili en meira gaman að hjálpast að.
Góð tilbreyting getur verið að hafa keppni milli hópa um að klára dóminóspilið.
 
Gott að plasta áður en klippt er.

Stafadominó 2

Stafadominó með bókstaf og mynd.
Hvert spjald er með mynd og staf.  Byrja þarf á að klippa eins og línur segja til um.  Öllu ruglað saman og byrjað að spila.
Hvert spjal er með mynd og staf.  Á fyrsta spjaldi stendur byrja og við llið þess er bókstafur.  Nemandi leggur spjaldið niður og finnur síðan spjald með mynd sem passaar við stafinn. Á því spjaldi er mynd og stafur. Nemandi finnur þá mynd sem passar við þann staf.  Þannig heldur lengjan áfram þar til öll spjöldin eru búin. 
Spjöldin hér eru í sömu röð og heimalestur Omma er.  Hægt að nota hluta af spilunum til að byrja með eftir því sem búið er að leggja inn stafina.
Auðvelt er að vera einn í þessu spili en meira gaman að hjálpast að.
Góð tilbreyting getur verið að hafa keppni milli hópa um að klára dóminóspilið.
 
Gott að plasta áður en klippt er.

Stafadominó 3

Stafadominó með bókstaf og mynd.
Hvert spjald er með mynd og staf.  Byrja þarf á að klippa eins og línur segja til um.  Öllu ruglað saman og byrjað að spila.
Hvert spjal er með mynd og staf.  Á fyrsta spjaldi stendur byrja og við llið þess er bókstafur.  Nemandi leggur spjaldið niður og finnur síðan spjald með mynd sem passaar við stafinn. Á því spjaldi er mynd og stafur. Nemandi finnur þá mynd sem passar við þann staf.  Þannig heldur lengjan áfram þar til öll spjöldin eru búin. 
Spjöldin hér eru í sömu röð og heimalestur Omma er.  Hægt að nota hluta af spilunum til að byrja með eftir því sem búið er að leggja inn stafina.
Auðvelt er að vera einn í þessu spili en meira gaman að hjálpast að.
Góð tilbreyting getur verið að hafa keppni milli hópa um að klára dóminóspilið.
 
Gott að plasta áður en klippt er.

Stafadominó 4

Stafadominó með bókstaf og mynd.
Hvert spjald er með mynd og staf.  Byrja þarf á að klippa eins og línur segja til um.  Öllu ruglað saman og byrjað að spila.
Hvert spjal er með mynd og staf.  Á fyrsta spjaldi stendur byrja og við llið þess er bókstafur.  Nemandi leggur spjaldið niður og finnur síðan spjald með mynd sem passaar við stafinn. Á því spjaldi er mynd og stafur. Nemandi finnur þá mynd sem passar við þann staf.  Þannig heldur lengjan áfram þar til öll spjöldin eru búin. 
Spjöldin hér eru í sömu röð og heimalestur Omma er.  Hægt að nota hluta af spilunum til að byrja með eftir því sem búið er að leggja inn stafina.
Auðvelt er að vera einn í þessu spili en meira gaman að hjálpast að.
Góð tilbreyting getur verið að hafa keppni milli hópa um að klára dóminóspilið.
 
Gott að plasta áður en klippt er.