Nýtt á 123skóli

3 stjörnur og ósk - Frammistöðumat

Þrjár stjörnur og ósk.
Hrósað fyrir þrennt og ósk um að bæta eða gera betur næst.

Ingólfur Arnarson Landnámsmaður

Heildstætt verkefni um fyrsta landnámsmann Íslands.
Verkefnin geta öll staðið ein og sér en eru einnig heppileg í hringekjuvinnu.
Verkefnasafnið samanstendur af:
* þriggja blaðsíðna lesskilningsverkefni
* léttri skriftaræfingu
* talað og hlustað þar sem nemandinn setur sig í spor landnámsmannsins
* verkefni þar sem nemandi skráir hjá sér aðalatriðin um Ingólf
 
 

Talað og hlustað - Ævintýri

Krefjandi verkefni þar sem nemandi/námsfélagar semja stutt ævintýri sem þeir síðan lesa fyrir áheyrendur.

Talað og hlustað - Ævintýri

Krefjandi verkefni þar sem nemandi fær titil og skrifar ævintýri út frá honum.

Þín sögupersóna

Einstaklingsverkefni, þar sem nemandinn skapar sína eigin sögupersónu, skráir niður og flytur fyrir bekkinn sinn.

Málsgreinar við mynd - KRAKKAR 2

Málsgreinar sem nemandi á að lesa og merkja við rétta mynd.
Fjórar blaðsíður þar sem fjórar málsgreinar eru á hverri síðu.

Málsgrein við mynd - KRAKKAR 1

Málsgreinar sem nemandi á að lesa og merkja við rétta mynd.
Fjórar blaðsíður þar sem fjórar málsgreinar eru á hverri síðu.
 

Spurnarfornöfn í málsgreinum

Nemendur eiga að búa til og skrifa fimm málsgreinar. Þeir eiga að nota spurnarfornöfnin. Sjálfsmat nemenda er hluti af verkefninu.

Skólakynning

Samvinnuverkefni þar sem nemendur undirbúa kynningu á skólanum sínum og flytja fyrir hóp.

Viðtal við námsfélaga - spurnarfornöfn

Tveir vinna saman taka viðtal við hvorn annan.  Að því loknu skiptast nemendur á að kynna námsfélaga sinn.
Áhersla á spurnarfornöfn.

Nemandi kynnir sig

Nemandi undirbýr kynningu á sjálfum sér og flytur.

Lestur - hvatakerfi fyrir lengra komna

Einfalt hvatakerfi sem nemandi stýrir sjálfur. Markmiðið er að ná 100 lestrarmínútum á einni viku. Nemandinn velur sjálfur hversu lengi hann les á degi hverjum en þó með það í huga að ná lokamarkmiðinu.
 

Lestur - hvatakerfi fyrir byrjendur

Einfalt hvatakerfi sem nemandinn stýrir sjálfur.
Markmiðið er að ná 80 lestrarmínútum á einni viku. Nemandinn velur sjálfur hversu lengi hann les á degi hverjum en  þó með það í huga að ná lokamarkmiðinu.

Lestur - hvatakerfi að eigin vali

Einfalt hvatakerfi sem nemandinn stýrir sjálfur. Hægt að skrifa inn í skjalið.

Skóhönnunarkeppni Fótataks

Fyrirtækið Fótatak leitar eftir nýjum hugmyndum að nýjum vörum. Nemendur eru settir í hlutverk skóhönnuða og eiga að hanna og þróa nýja skólínu. Fjögur verkefnablöð og kennsluáætlun með tenglum í ítarefni. Farið í hugtökin efni, eiginleikar, markhópur, hönnun, slagorð og auglýsingar. 
Hentar vel nemendum á miðstigi.

Sammi og félagar 1 - Kálhausar eru bestir!

Lestrarbók fyrir byrjendur með stuttum, einföldum og auðlesnum setningum.
Fallega myndskreytt bók til lestrarþjálfunar.
 
Ljómandi skemmtilegar sögur um Samma snigil og vini hans í kálgarðinum.
Bókin er hér í stærðinni A4, upplagt að ljósrita hana í stærðina A5, bókarform.
 
SJÁ EINNIG: