Amboð - stærðfræði

Margföldunartaflan 1 - 10

Spjöldin eru af stærðinni 29 * 15 cm.
Nauðsynlegt í allar kennslustofur.

Myndrit

Súlurit (stöplagerð) stuðlarit , skífurit (kökurit) , línurit

Góðar útskýringar og skýringamyndir.  Tölfræði

Námundun

Fjögur spjöld í stærðinni A4.

Farið er yfir námundun að tug og námundun að hundrað.

Hugtökin hvaða tölu er umrædd tala nærri og námundun á talnalínu, námundun að tug, námundun að hundrað.

Rúmmál

Rúmmál ferstrendinga, rúmmál sívalnings, rúmmál keilu, rúmmál kúlu, rúmmál þrístrendings og rúmmál píramída.

Hæð, lengd, breidd, ferstrendingur, sívalningur, pí, keila, kúla, píramídi, þrístrendingur, þrívídd, rúmsentimetri, rúmmetri.

Samlagning

Tvö spjöld í stærðinni A4.
Orðaforði sem notaður er þegar lagt er saman ásamt dæmum.

Samlagning - að geyma

Svona á að geyma!

Samlagning, að geyma, leggja saman, eining, hundrað tugur.

Samlagning - að geyma 2

Svona á að geyma!

Samlagning, að geyma, leggja saman, samlagning,eining, tugur, hundrað.

Samlagning - uppsett dæmi

Svona eru dæmi sett upp!

Samlagning, leggja saman, eining, tugur, hundrað, summa.

Skífuklukka og tölvuklukka

Tvö A4 spjöld.
Annað þeirra með mynd af skífuklukku og útskýringum.
Hitt spjaldið með tölvuklukku og útskýringum.

Skífuklukkuamboð

10 spjöld í stærðinni 13 * 18 cm.
Á spjöldunum eru útskýringar á helstu hugtökum sem kunna þarf skil á þegar lært er á klukku.

Sléttar tölur og oddatölur

3 spjöld í stærðinni A4.
2 spjöld myndræn sem sýna hvernig einingum er skipt í 2 jafn stórar tölur.

Snúningur

Snúningur um punkt. Tvö skjöl.

Snúningur, flutningur

Speglun

Tvö skjöl.

Speglun útskýrð , speglunarás og speglun sett myndrænt fram.

Flutningur

Stærri en - Minni en

Svenni svangi opnar ginið og svolgrar í sig stóru töluna.

Myndræn skýring á stærri en og minni en.

Stærri en, minni en og jafnaðarmerkið

Stærri en, minni en og jafnaðarmerkið

Tíu vinir

Eitt spjald í stærðinni 12 * 27 cm.
Skreytt með tíu litlum skjaldbökum.
 

Tölfræði

Sex spjöld í stærðinni A4.

Hugtökin; tíðnitafla, súlurit, meðaltal, miðgildi og tíðasta gildi.

Tölur 1 - 100

Tölur 1 - 100. Á hverju blaði eru tveir tugir.
Sléttar tölur eru með heilum ramma en oddatölur með brotnum ramma.
Auðvelt að nota sem heil spjöld.
Einnig hægt að klippa tölur niður og láta nemendur vinna með tölurnar t.d. raða upp.
 
Ég hugsa mér tölu er leikur sem hentar vel þar sem nemendur hafa spjald/spjöld með tölununum.
Einn hugsar sér þá tölu á spjaldi/spjöldum. Aðrir reyna að finna töluna með því að spyrja spurninga sem á að svara með já eða nei. Ekki má spyrja um ákveðna tölu nema þrisvar sinnum þannig að það borgar sig að þrengja bilið áður en spurt er um töluna.