Leikskóli

100 algengustu orðin - Lítil spjöld

100 algengustu orð í íslensku á einum stað. 
Lítil spjöld sem tilvalið er að klippa niður og nýta með nemendum.

100 algengustu orðin - Stór spjöld

100 algengustu orð í íslenskri tungu.
Stór spjöld (A5)

100 algengustu orðin á rafglærum - Kórlestur

100 algengustu orðin rúlla á skjá.(rafglærur)
Nemendur reyna að vera fljótir að lesa og hafa gaman af. Tilvalið að vinna með bekknum í heild og nota kórlestur.

Árstíðir

Árstíðirnar sumar, haust, vetur, vor á einu A4 blaði.

Bingó með rími

Bingó með rími.  Nemendur lesa orð og finna mynd sem rímar við orðið.
Fjögur spjöd með myndum sem nemendur hafa.  Fjögur spjöld með orðum sem eru klippt út. Nemendur rugla orðunum og skiptast á að draga.  Sá nemandi sem fyllir fyrst spjald vinnur.
Það má einnig snúa þessu við og hafa orðaspjöldin sem borðspjöld og klippa út myndir og nota til að setja á spjöldin.
 
Stærð spjaldanna er A4.

Breiðir sérhljóðar og tvíhljóð

Átta spjöld í stærðinni A4.

Dóminó tölur 1 - 10

Einfalt dóminó þar sem unnið er með tölur að tíu.
Klippa þarf spjöldin áður en spilið hefst og hentugt að plasta þannig það endist lengur.

Dagatal fyrir byrjendur

Grunnur sem gott er að plasta og hengja upp.
Mánuðir, vikudagar, mánaðadagar og ártal á litlum spjöldum er klippt til og plastað.
Tilvalið að byrja skóladaginn á að setja upp dagatalið.
 
Grunnur
Miðar með tölum 1 - 31.
Dagar / Mánuðir
Ártöl - árin 2021 að 2032

Hópar - Litir

Merkimiðar til með litum.

Tilvalið til að velja hópa eða merkja borð, verkefniasvæði, kassa o.s.frv.