Miðstig / 5. - 7. bekkur

Fyrirmyndarmálsgreinar með nafnorðum og sagnorðum.

Nemendur skrifa sjö fyrirmyndarmálsgreinar og nýta sér nafnorð og sagnorð úr textaformunum.

Fyrirmyndarmálsgreinar og nafnorð

Nemendur nýta þekkingu sína á nafnorðum; kyni, tölu, sérnöfnum og samnöfnum, og skrifa langar og stuttar fyrirmyndarmálsgreinar.

Fyrirmyndarmálsgreinar um gæludýr

Krefjandi verkefni sem þjálfar í senn stafsetningu, málfræði og ritun. Nemendur eiga að skrifa 10 fyrirmyndarmálsgreinar, bæði stuttar og langar um gæludýr. Þeir fylgja svo nákvæmum fyrirmælum og eiga að uppfylla ákveðin skilyrði s.s. að koma fyrir ákveðnum greinarmerkjum og samtenginum,  setja inn persónufornöfn og orð sem falla undir stafsetningarreglur um y, ý og ey. Í lokin nýtir nemandi sér gátlista til að fara yfir verkefnið.

Gæluverkefnið

 Nemendur velja sér viðfangsefni til að vinna að, fræðast um eða þjálfa sig í innan ákveðins tímaramma. 
 

Góð ráð og upphitunaræfingar

Fjögur spjöld (A4) þar sem gefin eru góð ráð um framsögn og tjáningu, upphitun og öndun.

Góður áheyrandi - Amboð

Hvert er hlutverk áheyrenda?  Hvernig verður maður góður hlustandi?

Sjö spjöld sem tilgreina þá þætti sem góður áheyrandi þarf að tileinka sér. Tilvalið til að plasta og setja á vegg.

Gagnvirkur lestur

Amboð fyrir gagnvirkan lestur.
Sex spjöld.

Grasafjallaferðin - Lesskilningsverkefni

Verkefni með útilegumannasögunni Grasafjallaferðin. Texta er m.a. að finna í bókinni Trunt, trunt og tröllin sem Námsgagnastofnun gaf út árið 2009. 2 bls.

Greinarmerkjaæfing - Pink

 Tvö verkefnablöð með lausnum. Texti um söngkonuna Pink.

Greinarmerkjaæfing - Punktur

Nemendur lesa fróðleik um Charles Darwin. Í textann vantar 8 punkta sem nemendur þurfa að setja á réttan stað. Í lokin þarf að svara tveimur efnisspurningum.  Lausnir fylgja.

Heimavinna að eigin vali

Nemandi skipuleggur og áætlar sér heimavinnu.
Val um  Word / PDF skjal