Miðstig / 5. - 7. bekkur

Apollo 13

Af spjöldum mannkynssögunnar.

Fróðleikur, lesskilningur, ritun og endursögn og málfræði.
Texti um geimferjuna Apollo 13 ásamt lesskilningsverkefni og orðarýni.
Unnið með lýsingarorð.

 

Hægt að nálgast textann með stærra letri.

Íslenska stafrófið

Íslenska stafrófið á einu A4 blaði.

Þín sögupersóna

Einstaklingsverkefni, þar sem nemandinn skapar sína eigin sögupersónu, skráir niður og flytur fyrir bekkinn sinn.

Bók um bók

Um aðalpersónur, sögusvið, atburðarás og mat lesanda.

Bókarýni

Atburðarás, stutt kynning á aðalpersónum, atburðarás í stuttu máli og stjörnugjöf.

Bókarýni - Skáldsögur

Gagnrýni um skáldsögur. Sögusvið, aðalpersónur, atburðarás og rökstutt eigið mat.

Berlínarmúrinn

Af spjöldum mannkynssögunnar.

Fróðleikur, lesskilningur, ritun og textarýni og upplýsingaleit.
Texti um Berlínarmúrinn ásamt lesskilningsverkefni og orðarýni.

Hægt að hala niður texta með stærra letri.

Billie Jean King og bardagi kynjanna

Af spjöldum mannkynssögunnar.

Fróðleikur, lesskilningur, ritun og textarýni og upplýsingaleit.
Texti um tenniskempuna og baráttukonuna  Billie Jean King  ásamt lesskilningsverkefni og orðarýni.

Blokkin á heimsenda - Að skrifa kjörbókarritgerð í FIMM skrefum

Hér er á ferðinni snjallt verkefni sem samþættir bókmenntir, lestur/lesskilning, hlustun, ritun og tjáningu um leið og nemendur læra að setja saman stutta kjörbókarritgerð í 5 einföldum skrefum.

1. skref: Kveikja. Hlusta á upplestur á fyrstu síðum bókarinnar: 
https://blokkinaheimsenda.net/verkefni-og-itarefni/
2. skref: Kynna bókina og gera lestraráætlun fyrir nemendur. /  Lesa bókina fyrir bekkinn. / Sitt lítið af hvoru.
3. skref: Vinna verkefnablöðin samhliða lestri.
4. skref: Nýta umræðupunktana og stýra bekkjarumræðum um söguna.
5. skref: Fara yfir leiðbeiningar um kjörbókarritgerð með nemendum og hvetja þá til að hefjast handa.


Nemendur lesa eða hlusta á verðlaunabókina Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Samhliða lestri/hlustun vinna nemendur fjögur einföld verkefnablöð. Öll verkefnablöðin má nota sjálfstætt, en í þeim býr meira en er augljóst við fyrstu sýn. Ef nemendur fylla út vinnublöðin sem eru númeruð frá eitt til fjögur hafa þeir, án þess að átta sig á því, unnið megnið af vinnunni fyrir kjörbókarritgerð. 

Nemandi sem hefur þessi fjögur blöð til hliðsjónar, auk leiðbeininganna um kjörbókarritgerð, getur skrifað heildstæða ritgerð sem bæði dregur fram efnisatriði bókarinnar og skoðanir nemandans á henni.

Á vef bókarinnar https://blokkinaheimsenda.net/ er að finna fleiri skemmtileg verkefni og upplýsingar um höfunda.

Í pakkanum er að finna kennsluleiðbeiningar, umræðupunkta, verkefnablöð og leiðbeiningar fyrir nemendur um gerð kjörbókarritgerðar.
Hugtök: Sögusvið, innri tími , ytri tími, aðal- og aukapersónur, söguþráður / atburðarás, gagnrýni, útdráttur.

 

Bragfræði - Myndmál

Sex spjöld af stærðinni A4.
Stuðlun, rím, viðlíking, persónugerving, myndhverfing og hljóðlíking.

Bragfræði - Rím

8 spjöld sem útskýra hugtökin karlrím, kvenrím, þrírím, miðrím, innrím og endarím.

Dagbókin

Nemendur skipuleggja námið og heimavinnu.
Word skjal til útfyllingar og pdf til útprentunar.

Drakúla greifi - Verkefnapakki

Skemmtilegt heildstætt verkefni byggt á sögunni um greifann frá Transylvaniu, Drakúla.

Hér er að finna fimm verkefni ásamt kennsluhugmyndum og tillögum að ítarefni.
- Upplýsingaleit og lesskilningsæfing
- Stafsetningarþjáflun
- Ritunaræfing
-Talað og hlustað / leikþáttur
- Skriftaræfing

Hentar vel í hringekjuvinnu fyrir nemendur á miðstigi.

 

Lestur, hlustun, lesskilningur, upplýsingaleit, ritun, sköpun, bókmenntir.

Fallbeyging - Föllin 4

Spjald A4
Fallbeying - nefnifall, þolfall, þágufall, eignarfall.
Hjálparorð