Miðstig / 5. - 7. bekkur

Hreyfigátuleikur - Nafnorð

Fjörugur hreyfigátuleikur fyrir 2 - 8 þátttakendur sem reynir á þekkingu leikmanna á nafnorðum; sérnöfnum samnöfnum, kyni og tölu. Leiðbeiningar fylgja.

Hungurleikarnir - Verkefnahefti

Efnisspurningar, umræðupunkta, ritunarverkefni, krossgátu og margt fleira er að finna í þessum veglega verkefnapakka við bókina Hungurleikarnir eftir Suzanne Collins.

Um bókina:
Á rústum staðar sem eitt sinn hét Norður-Ameríka er ríkið Panem; höfuðborgin Kapítól umkringd tólf umdæmum sem hvert hefur sín sérkenni. Á hverju ári skipa yfirvöld í Kapítól umdæmunum að senda einn strák og eina stelpu að keppa á Hungurleikunum. Keppnin er sýnd í beinni útsendingu um allt land og reglurnar eru einfaldar – sá sigrar sem heldur lífi.
Katniss Everdeen er sextán ára og vekur athygli um allt Panem þegar hún býðst til að taka þátt í Hungurleikunum í stað systur sinnar. Með henni úr Tólfta umdæmi fer bakarasonurinn Peeta. Sjálf á Katniss ekki von á öðru en að hún gangi í opinn dauðann, en sjálfsbjargarviðleitni hennar er meiri en flestra annarra og Peeta leikur leikinn á alveg nýjan máta.
Hungurleikarnir er fyrsta bók í þríleik eftir Suzanne Collins. Bækurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda undangengin ár, vermt efstu sæti metsölulista og hlotið bestu meðmæli ritdómara.

 

Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.
Útgefandi: JPV/Forlagið

Hver verður næsti forseti Íslands - Talað og hlustað

Nemendur bregða sér í hlutverk frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Settar eru á svið umræður í sjónvarpssal. Spyrill og frambjóðendur undirbúa sig, semja spurningar og svör.

Sjá einnig:
Forsetinn og greinarmerkin
Allt um herra Ólaf Ragnar Grímsson

Ingólfur Arnarson Lesskilningur

Lestrar- og lesskilningsverkefni um landnámsmanninn Ingólf Arnarson.

Fleiri verkefni um Ingólf Arnarson má finna hér

 

Jóhanna af Örk

Stutt verkefnahefti um Jóhönnu af Örk, mærina frá Orleans.

Lestexti, spurningar, orðarýni, ritun og grúsk. Áhersla á sagnorð.

John Lennon - Heildstætt verkefni Imagine og Friðarsúlan í Viðey

Heildstætt verkefni ásamt rafglærum. (PPT). Viðfangsefnið er tónlistarmaðurinn John Lennon; Bítlarnir, sólóferill og tilkoma útilistaverksins Friðarsúlunnar í Viðey. Verkefnin þjálfa lesskilning, upplýsingaleit, stafsetningu, greinarmerkjasetningu, fyrirmyndarmálsgreinar auk þess sem nemendur geta spreytt sig á að þýða textann við lagið Imagine yfir á íslensku. Rafglærur og lausnir fylgja.

JUSTIN BIEBER - Allt sem þú þarft að vita um kappann og meira til

Justin Bieber heldur tónleika á Íslandi í byrjun september 2016. Hann er ungur að árum en hefur þó verið lengi í bransanum og náð ótrúlegum árangri. En það er óhætt að segja að skiptar skoðanir séu um kappann.

Hér er á ferðinni heildstætt verkefni með áherslu á lestur og skilning, framsögn og tjáningu, skoðanaskipti, ritun og sköpun.
Nemendur lesa sér til um Bieber, grúska á netinu í leit að ítarupplýsingum, lesa milli lína, tjá skoðanir sínar og hlusta á tónlist svo eitthvað sé nefnt.

Góða skemmtun!

Kleópatra

Af spjöldum mannkynssögunnar.

Fróðleikur, lesskilningur, ritun og endursögn og málfræði.
Texti um Kleópötru, drottningu Egypta ásamt lesskilningsverkefni og orðarýni.
Unnið með nafnorð (sérnöfn, samnöfn, fallbeyging, kyn og tala)
Krossgáta.

Hægt að nálgast textann með stærra letri.

Kvikmyndarýni - Astrópía

Lestur, lesskilningur, myndlæsi, málfræði, orðaforði, ritun og framsögn / tjáning.
Unnið með kvikmyndina Astrópía.

Kvikmyndarýni - Star Wars

Star Wars æði hefur gripið um sig að nýju. Það er því tilvalið að skoða aðeins sögu þessarar gríðarvinsælu kvikmyndaseríu. Heildstætt verkefni með fróðleik um myndirnar og handritshöfundinn í bland við smá lesskilning, málfræðigrúsk og ritun.

Lífleg lýsingarorðasaga fyrir 5. bekk

 Lýsingarorðasaga. Nemendur velja sér lýsingarorð og skrifa á miða.  Kennari velur miða af handahófi og setur inn í eyður í sögunni. Einnig er nöfnum nemenda og kennarans bætt inn í á völdum stöðum. Sagan er svo lesin fyrir bekkinn. Skjalið er Word skjal sem auðvelt er að breyta og aðlaga.  5 bls.

Lýsingarorðaleikur

Rafglærur - leikur með lýsingarorð.

Landafræði Íslands - vinnubók

Landafræði Íslands - verkefnahefti. Fjölbreytt ritunarverkefni er reyna á sjálfstæð vinnubrögð, upplýsingaleit og grúsk.  Nemendur skoða heimabyggð, segja frá uppáhalds staðnum sínum, skoða uppruna sinn, skipuleggja skoðunarferðir fyrir ferðamenn, gera ritgerð og halda kynningu svo eitthvað sé nefnt. Frábær verkefnapakki eftir reyndan grunnskólakennara - verkefni sem vakið hafa lukku meðal nemenda. :)

 

Heimabyggð, landshlutar, Vesturland, Vestfirðir, Norðurland, Austurland, Austfirðir, Suðurland, Suðurnes, hálendi.

Marie Curie

Af spjöldum mannkynssögunnar.
Fróðleikur, lesskilningur, orðarýni.i.
Texti um vísindamanninn Marie Curie ásamt lesskilningsverkefni og orðarýni.
Unnið með lýsingarorð.

 

Hægt að nálgast textann með stærra letri.

Napóleon Bónaparte

Af spjöldum mannkynssögunnar.
Fróðleikur, lesskilningur, orðarýni, ritun, endursögn og málfræði.
Texti um Napóleon Bónaparte Frakklandskeisara ásamt lesskilningsverkefni og orðarýni.
Unnið með sagnorð.

 

Hægt að nálgast textann með stærra letri.

Nelson Mandela

Af spjöldum mannkynssögunnar.
Fróðleikur, lesskilningur, orðarýni, endursögn og málfræði.
Texti um Nelson Mandela ásamt lesskilningsverkefni og orðarýni.
Unnið með lýsingarorð.

 

Hægt að nálgast textann með stærra letri.

Ng og nk reglan

Tilvalin innlögn.

Orð dagsins

Orð dagsins er tveggja síðna stafsetningarverkefni.

Orð dagsins er valið og margvísleg verkefni unnin út frá því.