Framsögn og tjáning

Tröllamálsgreinar

Verkefnablað í framsögn þar sem nemendur skrifa málsgreinar við mynd og flytja svo verkefnið fyrir samnemendur sína. Það er skemmtilegt þegar nemendur uppgötva að málsgreinarnar verða að sögu. Það reynist börnum oft auðveldara að fá fyrirmæli um að skrifa málsgreinar um mynd heldur en að skrifa sögu.

Verkefni við bækurnar um Óla og ömmu eftir Björk Bjarkadóttur

Nemandi á að teikna mynd af ömmu sinni og segja frá henni. Verkefnið hentar vel eftir lestur bóka um Óla og ömmuna hans.
Bækurnar eru Leyndarmálið hennar ömmu og Amma og þjófurinn á safninu eftir Björk Bjarkadóttur.

Viðtal við úlfinn úr ævintýrinu um Rauðhettu

Úlfurinn er pakksaddur, nýbúinn að gæða sér á ömmu gömlu og Rauðhettu. Féttamaður tekur hann tali. :)

Viðtal við bekkjarfélaga

Einfalt en vinsælt verkefni sem slær alltaf í gegn. Námsfélagar taka viðtal hvor við annan og kynna viðmælanda sinn fyrir bekknum. Hentar vel í upphafi skólaárs. Hægt er að nota þetta verkefni nokkrum sinnum með nýjum námsfélögum.

Viðtal við námsfélaga - spurnarfornöfn

Tveir vinna saman taka viðtal við hvorn annan.  Að því loknu skiptast nemendur á að kynna námsfélaga sinn.
Áhersla á spurnarfornöfn.