Bókasafnið

Ég las bók

Einföld lestrarskráning
Lestrarsprettur / Lestrarveggur 

Ég les bækur

Plakat - A4

Af hverju ég? Verkefnasafn

HEIMASÍÐA HÖFUNDAR OG VERKEFNASAFN

Fjölbreyttur og skemmtilegur verkefnapakki í tengslum við bókina Af hverju ég? eftir rithöfundinn og grunnskólakennarann Hjalta Halldórsson. 
 
Bókin segir frá Agli, ungum dreng sem elst upp í Borgarnesi. Hann á ekki sjö dagana sæla þar sem hann á það til að lenda í vandræðum, eða veseni eins og hann kallar það sjálfur. Sjálfur vill hann þó meina að árekstrar hans við skólafélaga og fjölskyldumeðlimi séu alls ekki sér að kenna. Þvert á móti sé hann betur gefinn en flestir samferðamenn sínir en þrátt fyrir það lendir hann fyrir sakir óheppni sinnar og ósanngirni annarra í veseni.

 

Allt um rithöfundinn Ævar Þór Benediktsson

Allt sem þú þarft að vita um Ævar Þór 'vísindamann' Benediktsson rithöfund!
Fróðleiksmolar, lesskilningsþrautir og bókarýni.

Allt um lestrarátak Ævars vísindamanns: www.visindamadur.com

Bók um bók

Um aðalpersónur, sögusvið, atburðarás og mat lesanda.

Bókakjölur

Kilir í mörgum litum. 
Í lit - grátóna - svarthvítt
Lestrarsprettur / Ég mæli með / Bekkjarbókahillan

Bókarýni

Atburðarás, stutt kynning á aðalpersónum, atburðarás í stuttu máli og stjörnugjöf.

Bókarýni - Skáldsögur

Gagnrýni um skáldsögur. Sögusvið, aðalpersónur, atburðarás og rökstutt eigið mat.

Blokkin á heimsenda - Að skrifa kjörbókarritgerð í FIMM skrefum

Hér er á ferðinni snjallt verkefni sem samþættir bókmenntir, lestur/lesskilning, hlustun, ritun og tjáningu um leið og nemendur læra að setja saman stutta kjörbókarritgerð í 5 einföldum skrefum.

1. skref: Kveikja. Hlusta á upplestur á fyrstu síðum bókarinnar: 
https://blokkinaheimsenda.net/verkefni-og-itarefni/
2. skref: Kynna bókina og gera lestraráætlun fyrir nemendur. /  Lesa bókina fyrir bekkinn. / Sitt lítið af hvoru.
3. skref: Vinna verkefnablöðin samhliða lestri.
4. skref: Nýta umræðupunktana og stýra bekkjarumræðum um söguna.
5. skref: Fara yfir leiðbeiningar um kjörbókarritgerð með nemendum og hvetja þá til að hefjast handa.


Nemendur lesa eða hlusta á verðlaunabókina Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Samhliða lestri/hlustun vinna nemendur fjögur einföld verkefnablöð. Öll verkefnablöðin má nota sjálfstætt, en í þeim býr meira en er augljóst við fyrstu sýn. Ef nemendur fylla út vinnublöðin sem eru númeruð frá eitt til fjögur hafa þeir, án þess að átta sig á því, unnið megnið af vinnunni fyrir kjörbókarritgerð. 

Nemandi sem hefur þessi fjögur blöð til hliðsjónar, auk leiðbeininganna um kjörbókarritgerð, getur skrifað heildstæða ritgerð sem bæði dregur fram efnisatriði bókarinnar og skoðanir nemandans á henni.

Á vef bókarinnar https://blokkinaheimsenda.net/ er að finna fleiri skemmtileg verkefni og upplýsingar um höfunda.

Í pakkanum er að finna kennsluleiðbeiningar, umræðupunkta, verkefnablöð og leiðbeiningar fyrir nemendur um gerð kjörbókarritgerðar.
Hugtök: Sögusvið, innri tími , ytri tími, aðal- og aukapersónur, söguþráður / atburðarás, gagnrýni, útdráttur.