Íslenska

Fyrirmyndarmálsgreinar með nafnorðum og lýsingarorðum

Nemendur gera 6 fyrirmyndarmálsgreinar með nafnorðum og lýsingarorðum.

Fyrirmyndarmálsgreinar með nafnorðum og sagnorðum.

Nemendur skrifa sjö fyrirmyndarmálsgreinar og nýta sér nafnorð og sagnorð úr textaformunum.

Fyrirmyndarmálsgreinar og nafnorð

Nemendur nýta þekkingu sína á nafnorðum; kyni, tölu, sérnöfnum og samnöfnum, og skrifa langar og stuttar fyrirmyndarmálsgreinar.

Fyrirmyndarmálsgreinar um gæludýr

Krefjandi verkefni sem þjálfar í senn stafsetningu, málfræði og ritun. Nemendur eiga að skrifa 10 fyrirmyndarmálsgreinar, bæði stuttar og langar um gæludýr. Þeir fylgja svo nákvæmum fyrirmælum og eiga að uppfylla ákveðin skilyrði s.s. að koma fyrir ákveðnum greinarmerkjum og samtenginum,  setja inn persónufornöfn og orð sem falla undir stafsetningarreglur um y, ý og ey. Í lokin nýtir nemandi sér gátlista til að fara yfir verkefnið.

Gísla saga Súrssonar - Lokaverkefni

Nemendur geta valið milli þriggja verkefna. Myndasaga, stuttmynd og dagbókarskrif.
Ítarleg verklýsing, markmið og námsmatskvarði fylgir öllum verkefnum.

Gísla saga Súrssonar - Tímaritun

Nemendur velja sér ritunarverkefni þar sem þeir nýta þekkingu sína á sögunni.  

Námsmatskvarði fylgir.

Gömlu íslensku mánuðirnir orðarugl

Sígilt orðaruglsverkefni.

Gömlu mánaðarheitin eru falin í orðaruglinu.

haustmánuður, sólmánuður, þorri, ýlir, skerpla, einmánuður, tvímánuður, harpa, góa, heyannir, gormánður, mörsugur.

Geimverur í garðinum

Einfalt og skemmtilegt ritunarverkefni. Nemandi skrifar nokkrar fyrirmyndarmálsgreinar um geimverurnar sem lentu geimskipi sínu í garðinum hans. Kveikjuorð fylgja verkefninu.

Geitur - lesskilningur

Lesskilningsæfing fyrir byrjendur í lestri.

Fjölbreytt verkefni á tveimur síðum.

Orðaforði: geit, horn, hyrndur, kollóttur, geitamjólk, geithafur, huðna, kiðlingur

Gilitrutt - Lesskilningsverkefni

Lesskilningsverkefni tengt þjóðsögunni um Gilitrutt.
Hentar öllum aldri.

Grasafjallaferðin - Lesskilningsverkefni

Verkefni með útilegumannasögunni Grasafjallaferðin. Texta er m.a. að finna í bókinni Trunt, trunt og tröllin sem Námsgagnastofnun gaf út árið 2009. 2 bls.

Greinarmerkjaæfing - Pink

 Tvö verkefnablöð með lausnum. Texti um söngkonuna Pink.

Greinarmerkjaæfing - Punktur

Nemendur lesa fróðleik um Charles Darwin. Í textann vantar 8 punkta sem nemendur þurfa að setja á réttan stað. Í lokin þarf að svara tveimur efnisspurningum.  Lausnir fylgja.

Greppikló

Hringekja og verkefni úr sögunni um Greppikló.

Hænur - lesskilningur

Lesskilningsæfing fyrir byrjendur í lestri.

Fjölbreytt verkefni á tveimur síðum.

Orðaforði: hæna, hænur, hani, egg, verpa,kambur, fjaðrir, gala, gagga.

 

 

 

Heiðlóan - lesskilningsverkefni

Tvö verkefnablöð
Krossaspurningar, beinar spurningar og innfyllingarverkefni.