Framsögn og tjáning

Lýsingarorð

Gefin eru upp nokkur lýsingarorð í öllum kynjum.
Verkefnið sem er einstaklingsverkefni snýst um að skrifa málsgreinar þar sem lýsingarorðin koma fyrir, æfa upplestur og flytja.

Lýstu trölli - LÝSINGARORÐ

Nemendur velja sér lýsingarorð sem eiga við um tröll. Nemendur skria svo málsgreinar með lýsingarorðunum í og lesa þær upp fyrir samnemendur sína.

Leikþáttur - Í hesthúsi

Stuttur leikþáttur (samtal) sem námsfélagar æfa saman og flytja fyrir hóp/bekkinn sinn.

Leikþáttur - Krummi

Stuttur leikþáttur sem námsfélagar æfa og flytja.

Leikþáttur - Á skautum

Stuttar málsgreinar.
Leikþáttur þar sem námsfélagar æfa leikþátt og flytja.

Leikþáttur - Tjörnin

STuttur leikþáttur sem námsfélagar æfa og flytja fyrir hóp/bekkinn.

Leikþáttur eða ævintýri

Hér fá nemendur val um að vinna að leikþætti eða að skrifa ævintýri.
2 - 3 vinna saman.
Ef nemendur velja að skrifa ævintýri er gott að þeir séu 2 saman en 3 saman ef þeir velja að gera leikþátt.

Lestu ljóðið - Skipti eftir Kristján frá Djúpalæk

Ljóðið Skipti eftir Kristján frá Djúpalæk.
Nemendur æfa að lesa upphátt.

Ljóð - ÉG

Skjalið inniheldur 2 A5 blöð.
Nemandi byrjar á því að ímynda sér hvar hann sé staddur og gefur ljóðinu heiti. Nemendur hafa komið með hugmyndir eins og Í sveit, Í Smáralind og Í New York og allt þar á milli.
Nemandi fyllir svo inn í eyðurnar í ljóðinu en allar málsgreinarnar hafa samtenginguna og .

 

Málsgreinar við mynd - Fólk í bíl

Verkefnablað í framsögn þar sem nemendur skrifa málsgreinar við mynd og flytja svo verkefnið fyrir samnemendur sína. Það er skemmtilegt þegar nemendur uppgötva að málsgreinarnar verða að sögu. Það reynist börnum oft auðveldara að fá fyrirmæli um að skrifa málsgreinar um mynd heldur en að skrifa sögu.

Málsgreinar við mynd - Hundur

Verkefnablað í framsögn þar sem nemendur skrifa málsgreinar við mynd og flytja svo verkefnið fyrir samnemendur sína. Það er skemmtilegt þegar nemendur uppgötva að málsgreinarnar verða að sögu. 

Mynd og málsgreinar

Talað og hlustað verkefni þar sem nemandi á að teikna mynd og gera þrjár málsgreinar við hana.
Tilvalið að æfa upplestur og flytja.

Nemandi kynnir sig

Nemandi undirbýr kynningu á sjálfum sér og flytur.

Símtal - Að panta pítsu

Heppilegt verkefni fyrir námsfélaga. Nemendur semja samtal í síma.
Viðskiptavinur hringir og pantar pítsu. Starfsmaður tekur við pöntun.
Hvernig er best að hefja símtal? Bera upp erindi? Kveðja og þakka fyrir? 

Framsögn, tjáning, símtal, samtal, samskipti
 

Símtal - Að skilja eftir skilaboð

Heppilegt verkefni fyrir námsfélaga. Nemendur semja samtal í síma
Æfing í að skilja eftir skilaboð.
Hvernig er best að hefja símtal? Bera upp erindi? Kveðja og þakka fyrir? 

Framsögn, tjáning, símtal, samtal, samskipti

Símtal - Brotinn skjár

Heppilegt verkefni fyrir námsfélaga. Nemendur semja samtal í síma
Æfing í að óska eftir þjónustu / bera upp erindi / fá upplýsingar.
Hvernig er best að hefja símtal? Bera upp erindi? Kveðja og þakka fyrir? 

Framsögn, tjáning, símtal, samtal, samskipti

Sögulok - verkefni 2

Upphaf að ævintýri sem nemendur eiga að ljúka við og lesa síðan upp fyrir bekkjarfélaga.