Ritun- yngri

Ritunarverkefni um SKRÍMSLI

Frábært ritunarverkefni um skrímsli. Nemendur skapa sitt eigið skrímsli og teikna eða móta það úr pappamassa eða öðrum efnivið. Því næst gera þeir hugarkort skrifa þeir greinargóða lýsingu á skrímslinu. Hugarkort og nákvæmar leiðbeiningar fylgja sem og matskvarði.
 

Samantekt á sumarfríi - Sumarfríið mitt

 Skemmtilega einfalt ritunarverkefni. Nemendur teikna mynd er tengist sumarfríi þeirra og skrifa stutt minningarbrot í skýin.

Snjór - Orðaforði

Önnur orð yfir snjó

mjöll, fönn, snær, drift.

Spurnarfornöfn í málsgreinum

Nemendur eiga að búa til og skrifa fimm málsgreinar. Þeir eiga að nota spurnarfornöfnin. Sjálfsmat nemenda er hluti af verkefninu.

Teningaritun

Allt sem þarf í þessa ritunarkveikju er teningur og ímyndunarafl.
Söguna má svo spinna í tölvu, á blað eða munnlega. 
Skemmtilegt og einfalt verkefni sem vekur ávallt lukku og kveikir á ímyndunaraflinu!