Blöndukútur í Sorpu - Þórarinn Eldjárn

Samsett orð og Orðarugl

Verkefni þar sem samsett orð eru í hávegum höfð.
Annað verkefnið snýst um að taka samsett orð í sundur. Hitt verkefnið er orðarugl þar sem þarf að finna samsettu orðin.

Setja orð í málsgreinar

Nokkrar málsgreinar úr sögunni. Nemendur setja rétt orð í málsgreinar úr sögunni. Orðin má finna í skjóðu hjá textanum.

Skrift

Brandarinn góði úr sögunni er verkefni hér.
Nemendur skrifa brandarann eftir Skriftís forskrift sem fylgir hér.
Einnig fylgja blöð til að skrifa á með matskvarða.

Talað og hlustað

Talað og hlustað verkefni þar sem Þórður og amma ræða saman um hvað væri hægt að gefa afa í afmælisgjöf.

Umræður og vangaveltur fyrir eldri nemendur.

 Umræður og vangaveltur fyrir eldri nemendur. Gert er ráð fyrir að námsfélagar vinni saman í byrjun og kennari stýri bekkjarumræðum í lokin.

Umræður og vangaveltur fyrir yngri nemendur

Umræðuspurningar og vangaveltur. Gert er ráð fyrir að námsfélagar vinni saman. Bekkjarumræður í lokin. Auk þess fylgja beinar spurningar úr efni sögunnar.