Þjóðsagan um Búkollu. Fjögur verkefni ásamt kennsluáætlun og innlagnaræfingu.
Unnið með þjóðsagnaformið út frá Búkollu. Komið inn á uppruna og ólíka flokka þjóðsagna. Þjóðsagnasöfnun Jóns Árnasonar kynnt. Rætt um minni í þjóðsögum og stíleinkenni.
Leikið með greinarmerki og fyrirmyndarmálsgreinar. Nemendur skrifa nýjan endi á Búkollu og útbúa stuttan leikþátt í Talað og hlustað.