Skráningablað fyrir límmiðalestur.
Kynna þarf verkefnið sérstaklega vel fyrir nemendum.
Límmiðalestur byggist á samlestri. Tveir og tveir saman.
Gott er að raða nemendum saman eftir lestrarhraða. Að lestrarhraði þeirra sé svipaður.
Nemendur fá bók við hæfi.
Nemendur skiptast svo á að lesa í tvær mínútur í einu, og hlusta.
Nemendum er kynnt í upphafi hvers lags límmiðum þeir geta safnað við lestur.
Til dæmis eru til broskarlalímmiðar í nokkrum stærðum. Fyrir að ljúka við fyrstu bókina fá samlesarar sitthvorn minnsta límmiðann, fyrir næstu bók aðeins stærri og fyrir þriðju bókina enn stærri og svo framvegis.
Tvenns konar skráningablöð eru í skjalinu.
Annað blaðið er með þremur dálkum. Einn dálkurinn er t.d. fyrir það ef kennari vill setja nemendum fyrir ákveðnar blaðsíður, einn fyrir dagsetningu og þriðji fyrir skráningu blaðsíðna sem lesnar eru.
Hitt blaðið er með tveimur dálkum. Skráning dagsetningar og blaðsíður lesnar.