Umfjöllun um bók - Bók um bók

Nemandi les eina bók á mánuði og fyllir út formið Bók um bók. 
Lesandi fjallar um aðalpersónur, sögusvið sögunnar, atburðarás og leggja í lokin sitt mat á bókina.

Tilvalið að nota þegar nemandi hefur náð góðum tökum á lestri og hefur fengið kynningu á helstu bókmenntahugtökum.
Getur hentað vel sem uppbrot á hefðbundnum daglegum heimalestri eða sem lestrarprógramm yfir árið, ein bók á mánuði.

Skjalið er A4 en sniðugt er að gera litla A5 bók (booklet) sem nemendur safna svo saman yfir veturinn.

Leiðbeiningar
Að gera A5 - Booklet í ljósritunarvél:

  • Veldu Booklet Printing í prentstillingum.

  • Veldu duplex (tvíhliða prentun) með bindingu á miðju / short edge.

  • Prentaðu sem:
    A4 landscape með broti (fold & staple) ef það er í boði.