Spil - Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum

Spil fyrir 1 - 4 leikmenn.
Jóhannes samdi tvær vísur um hvern jólasvein.
Í fyrri vísunni kemur fram nafn jólasveinsins. Fyrri vísurnar eru á spilaborði leikmanns.
Í seinni vísunni kemur nafnið ekki fram en alltaf eitthvað sem vísar í tiltekin jólasvein. Seinni vísan er á litlu spjaldi sem liggja þarf á hvolfi á borðinu.
 
Hver leikmaður fær eitt spilaborð.
Á því eru 9 vísur þar sem fram kemur hver jólasveinninn er.
Leikmaður dregur eitt lítið spjald sem liggur á hvolfi á borðinu og les það til að átta sig á því hvort vísan eigi við einhvern af hans jólasveinum.
Ef svo er fær hann að leggja spjaldið ofan á jólasveininn.
 
Sá vinnur sem nær að finna allar vísurnar.
 
Við mælum með að spjöldin séu plöstuð svo þau varðveitist betur.
 
Góða skemmtun