Jólasveinaspil

Spil fyrir 1 - 4 leikmenn.
Spilið inniheldur 4 spilaspjöld hvert með nöfnum 9 jólasveina og 36 lítil spjöld sem þarf að klippa út. Hvert lítið
 
Hver leikmaður fær eitt spjald með 9 jólasveinum á.
Litlu spjöldin eru lögð á hvolf á borðið. Á hverju spjaldi er nafn jólasveins en stöfunum hefur verið ruglað.
Leikmenn skiptast á að draga lítið spjald, einn í einu. Finna þarf út nafn jólasveinsins og skoða hvort sá sveinn leynist á stóra spjaldi leikmannsins. Ef svo er þá er litla spjaldi lagt á réttan stað á stóra spjaldinu.
Sá vinnur sem nær að finna alla sveinana á stóra spjaldinu.
 
Gott er að gefa ákveðinn tíma í að finna út um hvaða jólasvein ræðir á litla spjaldinu.
Skeiðklukka eða tímaglas væri góður kostur.
 
Við mælum með að spilin séu plöstuð svo þau varðveitist betur.
 
Góða skemmtun.