Nemandi velur sér bækur sem hann langar að lesa yfir önnina og skráir heiti þeirra á bókakápurnar. Þegar hann lýkur við bók litar hann viðeigandi kápu eða teiknar jafnvel kápumynd. Hentar vel nemendum á öllum aldri sem eru orðnir vel læsir og sjálfstæðir í lestrinum.
Góð tilbreyting frá hefðbundinni blaðsíðuskráningu.
Nemandi setur sér lokamarkmið og velur sér þrjú möguleg þyngdarstig. ( í mínútum talið). Á hverjum degi velur nemandi svo lestrartíma sem honum hentar en þó með það í huga að ná lokamarkmiðinu.