Geimveran mín og plánetan

Skemmtilegt ritunarverkefni þar sem nemandi skapar sína eigin geimveru og segir frá degi í lífi hennar. Verkefnið tengist einnig markmiðum Aðalnámskrár í náttúrufræði þar sem sögusvið frásagnarinnar er pláneta í sólkerfinu okkar.
Skemmtilegt ritunarverkefni þar sem nemandi skapar sína eigin geimveru og segir frá degi í lífi hennar. Verkefnið tengist einnig markmiðum Aðalnámskrár í náttúrufræði þar sem sögusvið frásagnarinnar er pláneta í sólkerfinu okkar.Ætlast er til að nemandi setji sig vel inn í aðstæður á plánetunni og lýsi nákvæmlega.
 
Nemendum er einnig ætlað að skapa sína geimveru á blaði en gaman væri líka að vinna með pappamassa. Verkefnið býður upp á ótal aðra úrvinnslumöguleika s.s. sendibréf milli geimvera, hönnun geimskipa, leikin samtöl í Talað og hlustað milli geimvera.
 
Meðfylgjandi er námsmatskvarði.