Fréttir

Dagur barnabókarinnar 2016

29.03.2016

FRÍTT EFNI
Nú hefur smásagan Andvaka eftir Birgittu Elínu Hassell og Mörtu Hlín Magnadóttur  verið send í alla grunnskóla landsins í boði IBBY á Íslandi. 
Þetta árið er um er að ræða 
 hörkuspennandi og 'mátulega' hrollvekjandi sögu enda er hún hugarfóstur höfunda hinna vinsælu Rökkurhæða-bóka.


Af þessu tilefni opnar námsgagnaveitan 123skóli.is fjölbreyttan verkefnapakka 
þar sem allir ættu að finna eitthvað við hæfi sinna nemenda.
Hér að neðan er hægt að nálgast efnið með því að smella á tengla eða myndir.

Njótið vel og nýtið! Spjallið og spekúlerið!
Rýnið og rökræðið ... og vonandi verða einhverjir andvaka!

 
Fróðleikur um höfundana Ímyndunaraflið Persónur  Hannaðu bókakápu Allt um svefnleysi - lesskilningur
Lýsingarorð - létta verkefnið Lýsingarorð - aðeins flóknara! Orðarýni - Námsfélagar Ritun - Hvað veistu um þig sem ungabarn? Hvaða sögur eru á sveimi í þínum kolli?
Ritun -  Talað og hlustað - Leikrit (1. hluti) Talað og hlustað - Leikrit (2. hluti) Ritun - Segðu Arnaldi sögu Lestu og lýstu - Persónulýsing
 
Að færa rök fyrir máli sínu Andvaka - Gagnrýni Orðarýni - Skilur þú þessi orð Talað og hlustað - Þuríður Saga og Janus  

Sagan verður flutt í öllum skólum landsins kl. 9:10 þriðjudaginn 5. apríl, en þá verður henni útvarpað á Rás I.