Miðstig / 5. - 7. bekkur

Farfuglar - lesskilningsverkefni

Lesskilningsverkefni um farfuglana.

4 síður af fróðleik og verkefnum tengdum lesnum texta.

Farfuglar, farfugl, vorboði, Heiðlóa, lóa, margæs, rauðbrystingur, spói, steindepill, kría, bjartmávur, haftyrðill, æðarkóngur, gráhegri,  helsingi, blesgæs, sanderla, tildra,  vetrargestir, varpfuglar, staðfuglar, fuglarannsóknir, fuglamerkingar.

Fiskar

Nemendur eiga að skrifa stutta ritgerð um fisktegund sem lifir í sjónum við Ísland.
Nemandi leitar upplýsinga, fyllir inn hugarkort, kynnir framgang verkefnis fyrir bekkjarfélögum og skrifar svo stutta ritgerð.
Í þessu heildstæða verkefni er tilvalið að nýta sér vefinn Fjaran og hafið http://www1.mms.is/hafid/index.php
 
Sjá einnig: Fuglar á Íslandi 
                    Spendýr 

Flateyjarbréfin - Verkefni

Heildstætt verkefni þar sem unnið er með bókina Flateyjarbréfin eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur. Rafglærur um Flatey, vinnubók og verkefnabanki.
MEIRA um höfundinn

Form fyrir myndasögugerð

A4 form (6 rammar)  fyrir myndasögur. Titilblað og annað án titils.

Fornöfn - Amboð

Sjö spjöld.
Almennt um fornöfn, persónufornöfn, eignarfornöfn, ábendingarfornöfn, spurnarfornöfn og afturbeygt fornafn.
 

Forsetaspjöld - Forsetar Íslands 1944 -

Forsetar Íslands.

6 spjöld í stærðinni A4, eitt fyrir hvern forseta.

Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Guðni Th. Jóhannesson

Forsetinn og greinarmerkin

Fróðleiksmolar um forsetaembættið - án greinarmerkja. Nemendur glíma við að koma greinarmerkjum á rétta staði. Lausnir fylgja.

Sjá einnig:
Talað og hlustað: Hver verður næsti forseti Íslands?
Allt um herra Ólaf Ragnar Grímsson

Fréttamenn lýsa frjálsum

Nemendur setja sig í spor íþróttafréttamanna og lýsa afrekum í frjálsum íþróttum. 

Fróðleiksmolar - Fræðibækur

Nemendur grúska í fræðibók að eigin vali og vinna verkefnablaðið. Hentar vel í hringekjuvinnu eða sem verkefni á skólasafni. Tilvalið að láta nemendur halda stutta kynningu á fróðleiksmolanum sínum í lok tímans.

Fróðleiksmolar - Lifandi vísindi

Nemendur velja sér eintak af Lifandi vísindum, grúska í því  og vinna verkefnablaðið. Hentar vel í hringekjuvinnu eða sem verkefni á skólasafni. Tilvalið að láta nemendur halda stutta kynningu á fróðleiksmolanum sínum í lok tímans.

Framsögn og tjáning - Amboð með myndum

Amboð fyrir framsögn og tjáningu. 12 spjöld af stærðinni A5.
Hægt að nota á skjá, varpa upp, prenta út, plasta og hengja upp.

Framsagnaramboð - eldri

Amboð fyrir framsögn og tjáningu. 11 spjöld af stærðinni A5 

Fuglar á Íslandi

Í þessu heildstæða verkefni er tilvalið að nýta sér Fuglavefinn á www.nams.is
Nemendur eiga að skrifa stutta greinargerð um fugla. Verkefninu fylgja nákvæmar leiðbeiningar fyrir nemendur um hvernig best er að bera sig að við slíka ritun, hugarkort, lesskilningsverkefni er tengist Fuglavefnum og Talað og hlustað verkefni. Námsmatkvarði fylgir.
 
Sjá líka: Spendýr
             Fiskar við Ísland

 

Fyrirmyndarmálsgrein - Ábendingar

Allt um fyrirmyndarmálsgreinar; stuttar og langar auk ábendinga um hvernig heppilegt er að raða þeim saman.
6 spjöld A4 og fyrirsögn.

Fyrirmyndarmálsgreinar - Áhugamál

Krefjandi verkefni sem þjálfar í senn stafsetningu, málfræði og ritun. Nemendur eiga að skrifa 10 fyrirmyndarmálsgreinar, bæði stuttar og langar um áhugamál sem þeir þekkja, hafa heyrt af eða langar að kynnast. Þeir fylgja svo nákvæmum fyrirmælum og eiga að uppfylla ákveðin skilyrði s.s. að koma fyrir ákveðnum greinarmerkjum og samtenginum,  eða nota orð sem falla undir ákveðnar stafsetningarreglur. Í lokin nýtir nemandi sér gátlista til að fara yfir verkefnið

Fyrirmyndarmálsgreinar með nafnorðum og lýsingarorðum

Nemendur gera 6 fyrirmyndarmálsgreinar með nafnorðum og lýsingarorðum.

Fyrirmyndarmálsgreinar með nafnorðum og sagnorðum.

Nemendur skrifa sjö fyrirmyndarmálsgreinar og nýta sér nafnorð og sagnorð úr textaformunum.